Lífæð samfélagsins

Öflugar samgöngur eru lífæð samfélagsins í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka árið 2019 þar sem mikilvægi siglinga til Landeyjahafnar eru tíundaðar. Frá því að höfnin opnaði fyrir um áratug hefur bærinn okkar tekið miklum breytingum, fjöldi ferðamanna aukist gríðarlega og mikil uppbygging átt sér stað í hvers kyns afþreyingu. Bættar samgöngur koma […]
Sumaráætlun Icelandair til Vestmannaeyja tekur gildi

Frá og með deginum í dag, 2. júní, tekur sumaráætlun Icelandair til Vestmannaeyja gildi en samkvæmt henni verður flogið fjórum sinnum í viku, tvisvar á dag – morgunflug og kvöldflug. Þetta er stór áfangi í innanlandsflugi Icelandair en síðast flaug Icelandair til Vestmannaeyja í áætlunarflugi yfir sumartímann árið 2010. Í vetur gerði Samgönguráðuneytið samning við […]
Vilja ljúka fullnaðarrannsóknum um göng milli lands og Eyja

Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á jarðlögum milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Var flutt fyrir Alþingi á miðvikudag. Flutningsmaður að tillögunni er Karl Gauti Hjaltason en meðflutningsmenn eru Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Ólafur Ísleifsson, Willum Þór Þórsson. Tillagan felur í sér að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera fullnaðarrannsókn á […]
Samgöngur við Vestmannaeyjar ræddar á Alþingi

Samgöngur til Vestmannaeyja bar á góma í liðnum störfum þingsins á Alþingi í gær. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði meðal annars bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að umtalsefni. Ræðu Karls Gauta má sjá hér að neðan. Ég ætla að ræða nýlega áskorun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 15. apríl um […]
Framtíðarsýn samgangna

Bæjarstjóri fór yfir stöðu og framtíðarsýn samgangna við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, m.a. stöðu samgangna á sjó, áskoranir og tækifæri, Landeyjahöfn, stöðu flugsamgangna og áskoranir og tækifæri er tengjast fluginu, þróun farþegaflutninga milli lands og Eyja, göng, og almenna framtíðarsýn í samgöngum Vestmannaeyja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur mikilvægt að horfa til framtíðar í […]
Samgöngur fyrir Vestmannaeyjar

Vestmannaeyingar eru ekki þekktir fyrir að liggja á skoðunum sínum og hefur mér alltaf líkað það vel að fá skýr skilaboð frá Eyjafólki hvers það ætlast til af mér sem þingmanni sínum. Samgöngur og heilbrigðismál hafa alltaf verið þau málefni sem lögð hefur verið hvað mest áhersla á í Vestmanneyjum. Þessi tvö málefni eru enda […]
Tekist á um aðstoð Vestmannaeyjabæjar við Air Iceland Connect

Bæjarráð samþykkti þann 18. febrúar aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi Air Iceland Connect sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Við það tilefni […]
Opinn fundur með Sigurði Inga

Næstkomandi mánudag, þann 22. febrúar, verður haldinn opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Vestmannaeyjum. Fjallað verður um þau mál sem brenna á íbúum í Eyjum. Fundurinn hefst kl. 17 og verður haldinn í fjarskiptaforritinu Zoom. Nánari upplýsingar og hlekk á fundinn má finna á Facebook-viðburðinum “Þessi með Sigurði Inga í Vestmannaeyjum”. Slóð […]
Vestmannaeyjabær skaffar Air Iceland Connect starfsfólk

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir beiðni Air Iceland Connect um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi félagsins sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Um yrði að ræða tímabundið verkefni Vestmannaeyjabæjar […]
Viðbragða ráðherra um flugsamgöngur að vænta á næstu dögum

Bæjarstjóri greindi frá erindi til samgönguráðherra á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem þess er farið á leit að ráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegu fjármagni úr ríkissjóði til þess að halda uppi reglulegum flugsamgöngum milli lands og Eyja þar til flugfélögin sjá sér fært að hefja áætlunarflug á markaðslegum forsendum. Jafnframt greindi bæjarstjóri frá fundi […]