Lífæð samfélagsins

Njáll Ragnarsson

Öflugar samgöngur eru lífæð samfélagsins í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka árið 2019 þar sem mikilvægi siglinga til Landeyjahafnar eru tíundaðar. Frá því að höfnin opnaði fyrir um áratug hefur bærinn okkar tekið miklum breytingum, fjöldi ferðamanna aukist gríðarlega og mikil uppbygging átt sér stað í hvers kyns afþreyingu. Bættar samgöngur koma […]

Sumaráætlun Icelandair til Vestmannaeyja tekur gildi

Frá og með deginum í dag, 2. júní, tekur sumaráætlun Icelandair til Vestmannaeyja gildi en samkvæmt henni verður flogið fjórum sinnum í viku, tvisvar á dag – morgunflug og kvöldflug.  Þetta er stór áfangi í innanlandsflugi Icelandair en síðast flaug Icelandair til Vestmannaeyja í áætlunarflugi yfir sumartímann árið 2010. Í vetur gerði Samgönguráðuneytið samning við […]

Vilja ljúka fullnaðarrannsóknum um göng milli lands og Eyja

Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á jarðlögum milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Var flutt fyrir Alþingi á miðvikudag. Flutningsmaður að tillögunni er Karl Gauti Hjaltason en  meðflutningsmenn eru Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Ólafur Ísleifsson, Willum Þór Þórsson. Tillagan felur í sér að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera fullnaðarrannsókn á […]

Samgöngur við Vestmannaeyjar ræddar á Alþingi

Samgöngur til Vestmannaeyja bar á góma í liðnum störfum þingsins á Alþingi í gær. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði meðal annars bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að umtalsefni. Ræðu Karls Gauta má sjá hér að neðan. Ég ætla að ræða nýlega áskorun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 15. apríl um […]

Framtíðarsýn samgangna

Bæjarstjóri fór yfir stöðu og framtíðarsýn samgangna við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, m.a. stöðu samgangna á sjó, áskoranir og tækifæri, Landeyjahöfn, stöðu flugsamgangna og áskoranir og tækifæri er tengjast fluginu, þróun farþegaflutninga milli lands og Eyja, göng, og almenna framtíðarsýn í samgöngum Vestmannaeyja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur mikilvægt að horfa til framtíðar í […]

Samgöngur fyrir Vestmannaeyjar

Vestmannaeyingar eru ekki þekktir fyrir að liggja á skoðunum sínum og hefur mér alltaf líkað það vel að fá skýr skilaboð frá Eyjafólki hvers það ætlast til af mér sem þingmanni sínum. Samgöngur og heilbrigðismál hafa alltaf verið þau málefni sem lögð hefur verið hvað mest áhersla á í Vestmanneyjum. Þessi tvö málefni eru enda […]

Tekist á um aðstoð Vestmannaeyjabæjar við Air Iceland Connect

Bæjarráð samþykkti þann 18. febrúar aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi Air Iceland Connect sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Við það tilefni […]

Opinn fundur með Sigurði Inga

Næstkomandi mánudag, þann 22. febrúar, verður haldinn opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Vestmannaeyjum. Fjallað verður um þau mál sem brenna á íbúum í Eyjum. Fundurinn hefst kl. 17 og verður haldinn í fjarskiptaforritinu Zoom. Nánari upplýsingar og hlekk á fundinn má finna á Facebook-viðburðinum “Þessi með Sigurði Inga í Vestmannaeyjum”. Slóð […]

Vestmannaeyjabær skaffar Air Iceland Connect starfsfólk

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir beiðni Air Iceland Connect um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi félagsins sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Um yrði að ræða tímabundið verkefni Vestmannaeyjabæjar […]

Viðbragða ráðherra um flugsamgöngur að vænta á næstu dögum

Bæjarstjóri greindi frá erindi til samgönguráðherra á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem þess er farið á leit að ráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegu fjármagni úr ríkissjóði til þess að halda uppi reglulegum flugsamgöngum milli lands og Eyja þar til flugfélögin sjá sér fært að hefja áætlunarflug á markaðslegum forsendum. Jafnframt greindi bæjarstjóri frá fundi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.