Nýr Herjólfur í fyrsta lagi í byrjun desember

Á fundi bæjarráðs í gær, miðvikudag fór bæjarstjóri yfir fund sem hún átti með Vegagerðinni þann 28. ágúst sl., þar sem fram kom að frekri seinkun væri á afhendingu nýs Herjólfs. Áætluð afhending í Póllandi er 15. nóvember nk. Væri skipið þá væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaðarmótin nóvember/desember, en Vegagerðin álítur að enn frekari seinkun […]
Minni þörf á dýpkun á næstu árum

Vegagerðin reiknar með að mun minna þurfi að dýpka í og við Landeyjahöfn á næstu þremur árum en þurft hefur síðustu fjögur árin. Stafar það af því að nýja Vestmannaeyjaferjan ristir grynnra en núverandi Herjólfur. Vegagerðin hefur boðið út dýpkun við Landeyjahöfn næstu þrjú árin. Miðað er við 300 þúsund rúmmetra dýpkun á ári, eða […]
Samráðshópur til að tryggja öruggar samgöngur til Eyja

Á fundi bæjarráðs í gær kom fram að samgönguráðherra hyggst skipa samráðshóp sem tryggja á öruggar samgöngur til Vestmannaeyja. Hlutverk hópsins er m.a. að eiga samráð um framkvæmd samnings um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri nýrrar ferju og um þau álitamál sem upp kunna að koma og krefjast úrlausnar. Einnig mun hópurinn fara yfir og setja […]
Fyrirhugaðar framkvæmdir við Landeyjahöfn

Nýverið óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í endurbætur á Landeyjahöfn. Um er að ræða byggingu á tunnum á enda brimvarnargarða, grjótvörn á garðsendum, byggingu vegar út vesturgarð og stækkun innri hafnar. Þann 10. júlí síðastliðinn voru svo tilboðin opnuð. Tvo tilboð bárust. Lægstir voru Ístak hf. Með tilboð upp á tæpar 744 milljónir. Hitt tilboðið var […]