Sóknarfæri ferðaþjónustunnar

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er átaksverkefni og samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja starfandi ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu, sé miðað við s.l. rekstrarár. Umsjón og ábyrgð sjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS fer með hlutverk úthlutunarnefndar. Við mat á umsóknum skipar stjórn SASS […]

Styrkur fyrir nemendur sem vinna lokaverkefni á Suðurlandi

Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Verkefninu er ætlað að hvetja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem stýra verkefninu. Nemendur vinna raunhæf verkefni, til dæmis lokaverkefni, með það að markmiði að verkefnið leiði til atvinnu- og eða nýsköpunar á Suðurlandi. Mikilvægi […]

Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]

Aðgerðir og þjónusta vegna COVID-19

Á þessum fordæmalausu tímum vegna COVID -19 faraldursins eru fjöldi fyrirtækja í óvissu með rekstur sinn. Stjórnvöld hafa kynnt ýmis úrræði til að reyna að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga á meðan á þessu ástandi stendur. Það er krefjandi að takast á við óvissutíma sem þessa og skiljanlega eru margir áhyggjufullir varðandi framhaldið. Á vegum […]

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur leiðbeiningar vegna COVID-19

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á samfélagið í Vestmannaeyjum, bæði á mannlíf og atvinnulíf. Ljóst er að ýmsar afleiðingar eiga eftir að koma fram og fyrirséð að þær munu hafa áhrif bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Nú þegar ríkisstjórnin hefur undirbúið aðgerðir sem miða að því að draga úr efnahagslegum […]

SASS ferð til Danmerkur frestað vegna kórónuveirunnar

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur sem fyrirhugð var 9. – 12. mars hefur verið frestað. Þetta staðfesti Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri samtaka sunnlenskra sveitarfélaga við Eyjafréttir. “Já, henni hefur verið frestað. Sökum útbreiðslu COVID-19-kórónuveirunnar, þróunarinnar sem átt hefur sér stað síðustu daga og óvissunnar í tengslum við hana telur stjórn SASS ábyrgast að fresta kynnisferð […]

Ertu með frábæra hugmynd?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Opið er fyrir umsóknir til 3. mars, kl. 16:00. SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum […]

Hrært í byggðapottunum

Byggðapottarnir svonefndu, 5,3 prósent allra aflaheimilda, hafa verið umdeildir og margt er óljóst um gagnsemi þeirra. Starfshópur um heildarendurskoðun mun vera langt kominn með vinnu sína. Samtök sunnlennskra sveitarfélaga (SASS) segja „gríðarlega mikilvægt að farið verði í ýtarlega greiningu á árangri á 5,3% veiðiheimildunum, svo hægt sé að átta sig á núverandi stöðu, hverju veiðiheimildirnar […]

Samningur um Sóknaráætlun Suðurlands til ársins 2024

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu nýverið nýja sóknaráætlunarsamninga við hátíðlega athöfn í ráðherrabústaðnum. Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) undirritaði samninginn fyrir hönd samtakanna. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og framlagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna. Heildargrunnframlag […]

Ný Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Íbúar í Vestmannaeyjum eru hvattir til að taka þátt í mótun nýrrar Sóknaráætlunar Suðurlands með þátttöku á íbúafundum 4. apríl, um menningarmál annars vegar og um atvinnumál og nýsköpun hins vegar. Nú er fyrsta tímabili Sóknaráætlunar Suðurlands að ljúka, 2015 til 2019. Verkefnið um sóknaráætlun hefur þróast mikið á tímabilinu, bæði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga […]