Vélstjórar slíta viðræðum við SFS

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM) og Sjó­manna og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur (SVG) hafa ákveðið að slíta kjara­samn­ingsviðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS). Vélstjórar felldu sem kunnugt er kjarasamning sem borinn var undir atkvæði í vor. Þráðurinn var tekinn upp að nýju í haust. Á síðustu fundum hafa viðræður að mestu snúist um tímakaup vélstjóra í […]

Hátt í þriðjungs aukning á veiðigjaldi

Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 920 milljónir króna í veiðigjald í október samkvæmt tölum sem Fiskistofa birti í vikunni. Fjárhæð veiðigjaldsins er þar með komin í rétt rúma 8,8 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins, en í þeirri fjárhæð er búið að draga frá þann afslátt sem veittur er af veiðigjaldinu. Um er að ræða hátt […]

Hvað hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn gert fyr­ir þig?

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi efna nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við sjávarútveg. Sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, leiðir fundina og fær til liðs við sig Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing […]

Ótvíræður árangur í loftslagsmálum

Sjávarútvegur hefur náð markvissum árangri í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda undanfarin ár og er langstærsti hluti þess samdráttar vegna minni olíunotkunar í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Á undanförnum árum hefur olíunotkun verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar og nær helmingi minni en hún […]

Sjávarútvegurinn er hreyfiafl í að takast á við áskoranir 21. aldarinnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ávarpaði aðalfund Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 24. mars sl. Í ávarpi sínu kom matvælaráðaherra m.a. inn á hversu margvíslegar umræður um fiskveiðistjórnunarkerfið hafa verið. Annars vegar hafi umræður verið á þá leið að kerfið hafi hafi leitt til mikillar samþjöppunar og byggðaröskunar en hins vegar á þá leið að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé […]

Þriggja ára deilu lauk með samningi til tíu ára

„Kátt er á hjalla  og vöfflulyktin angar í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru að skrifa undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára,“ segir í frétt á visir.is rétt í þessu. Kolbeinn Agnarsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum var í dag bjartsýnn á […]

Þorskur, áhersla á aukin verðmæti

Það má heita ótrúlegt, að þrátt fyrir aflasamdrátt upp á heil 28 þúsund tonn, bendir allt til þess að útflutningsverðmæti þorskafurða hafi aukist í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Radarinn. Þó að þorskaflinn hafi ekki verið minni frá árinu 2014 stefnir í að árið 2022 verði eitt besta ár sögunnar þegar litið […]

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í hæstu hæðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 30 milljörðum króna í október. Það er um 12% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra, en um 17% sé leiðrétt fyrir gengisbreytingu krónunnar. Frá þessu er greint í frétt á vefnum radarinn.is. Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða þar með komið í tæpa 288 milljarða króna. […]

Dágóð aukning útflutningsverðmæta og ufsi á óvæntri siglingu

Á fyrstu 8 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 226 milljarða króna. Það er um 18% aukning í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar var að jafnaði 4% sterkara á fyrstu 8 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, sé tekið mið af gengisvísitölu Seðlabankans. Aukningin er því nokkuð […]

Vinnslustöðin og Ísfélagið styrkja stjórnvöld í Úkraínu

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ákveðið að styrkja stjórnvöld í Úkraínu um eina milljóna dala, jafnvirði um 130 milljóna króna. Með þessu vilja fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi leggja sitt af mörkum með von um að bundinn verði endir á hörmungar úkraínsku þjóðarinnar hið fyrsta. Haft verður samráð við íslensk stjórnvöld um ráðstöfun fjárins. Fyrirtækin sem að styrknum […]