Dágóð aukning útflutningsverðmæta og ufsi á óvæntri siglingu
10. október, 2022

Á fyrstu 8 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 226 milljarða króna. Það er um 18% aukning í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar var að jafnaði 4% sterkara á fyrstu 8 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, sé tekið mið af gengisvísitölu Seðlabankans. Aukningin er því nokkuð meiri í erlendri mynt, eða sem nemur rúmum 22%. Þetta kemur fram í fréttabréfi SFS.

Af einstaka tegundahópum er aukningin á ofangreindu tímabili hlutfallslega mest í útflutningsverðmæti uppsjávarafurða, eða um 45% á föstu gengi. Eins er dágóð aukning í útflutningsverðmæti botnfiskafurða, rúm 13% á föstu gengi. Útflutningsverðmæti flatfiskafurða dregst aftur á móti saman um rúm 10% á milli ára. Að lokum má nefna að útflutningsverðmæti skelfisksafurða, sem er að langstærstum hluta rækja, eykst um 26% á föstu gengi.

Loðnan spilar stóra rullu
Loðna og síld skýra alfarið þá aukningu sem orðið hefur í útflutningsverðmæti uppsjávarafurða á árinu, enda er samdráttur í útflutningsverðmæti bæði á afurðum makríls og kolmunna. Útflutningsverðmæti síldarafurða er komið í tæpa 8 milljarða króna á fyrstu 8 mánuðum ársins, sem er rífleg tvöföldun á milli ára. Af einstaka tegundum sjávarafurða er það loðnan sem á stærstan þátt í þeirri aukningu sem orðið hefur í útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu. Útflutningsverðmæti loðnuafurða er komið í rúma 36 milljarða króna á fyrstu 8 mánuðum ársins, sem er um 87% aukning á föstu gengi á milli ára. Samsetning loðnuafurða er allt önnur nú í ár en í fyrra, sem má rekja til þess að loðnukvóti síðasta fiskveiðiárs var margfalt stærri en árið á undan. Það eitt og sér hefur veruleg áhrif á aflaráðstöfun, en eftir því sem kvótinn er stærri fer almennt hlutfallslega meira í bræðslu með tilheyrandi aukningu í útflutningi á fiskimjöli og lýsi. Þetta endurspeglast ágætlega á myndinni hér að neðan. Þar má jafnframt sjá að aukningin í magni er margfalt meiri, hátt í fjórföldun á milli ára.

Vinnsla á ufsa stóreykst
Þorskur og ufsi skýra langstærstan hluta þeirrar aukningar sem orðið hefur í útflutningsverðmæti botnfiskafurða á árinu. Útflutningsverðmæti þorskafurða er komið í tæpa 96 milljarða króna á fyrstu 8 mánuðum ársins, sem er aukning upp á tæp 12% á föstu gengi frá sama tímabili í fyrra. Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman um tæp 8% að magni til. Hækkun afurðaverðs skýrir þá aukningu sem orðið hefur á heildarverðmætum útfluttra þorskafurða að miklu leyti. Eins eru sjávarútvegsfyrirtæki stöðugt að leita leiða til þess að auka verðmætasköpun, til að mynda með þróun verðmætari afurða úr þorski. Það hefur vitaskuld einnig mikil áhrif.

Margfalt meiri aukning hefur orðið í útflutningsverðmæti ufsaafurða, sem eru komin í tæpa 14 milljarða króna á fyrstu 8 mánuðum ársins. Aukningin á milli ára nemur um 57% á föstu gengi. Á sama tíma hefur útflutningur að magni til dregist saman um rúm 8%. Vissulega hefur afurðaverð á ufsa hækkað á undanförnum mánuðum, en það er þó meira í spilunum en það. Þessa miklu aukningu í verðmætum má að stórum hluta rekja til þess að fullvinnsla á ufsa heima fyrir hefur stóraukist á milli ára. Þannig hefur útflutningur á ferskum ufsaflökum aldrei verið meiri en nú í ár, auk þess sem veruleg aukning er í útflutningi á frystum flökum. Á síðustu tveimur árum hefur útflutningur á heilum og hauskornum ufsa verið um þriðjungur af útfluttu magni á fyrstu 8 mánuðunum, en nú í ár er hlutfallið 18%. Þetta eitt og sér leiðir til þess að minna er flutt út að magni til en verðmætasköpun innanlands verður meiri fyrir vikið, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðarbúið.

Frakkland efst á blaði
Ofangreind þróun í ufsa er ágætt dæmi um að fiskur úr sjó er ekki stöðluð vara og að verðmætin koma ekki af sjálfu sér eftir að hann hefur verið veiddur. Fiskur í sjó felur ekki sjálfkrafa í sér verðmæti, heldur þarf að gera úr honum verðmæti og koma afurðum á markað erlendis þar sem mikil samkeppni ríkir. Samfara breytingum í vinnslu verða oft talsverðar breytingar á útflutningi til einstakra viðskiptalanda. Slíkt er upp á teningnum nú, líkt og blasir við á myndinni hér fyrir neðan. Þar má sjá að útflutningur ufsaafurða til Frakklands hefur stóraukist og eru verðmætin nú þegar orðin mun meiri en þau hafa áður náð á heilu ári. Aukinn útflutningur til Frakklands kemur heim og saman við þá auknu áherslu á ferskfiskvinnslu á ufsa, en Frakkar eru þekktir fyrir að kunna að njóta góðs matar þar sem gæði, gott hráefni og ferskleiki eru í öndvegi. Frakkland er jafnframt langstærsta viðskiptalandið með ufsaafurðir í ár og hefur verulegt forskot á önnur lönd sem raða sér í næstu sæti. Í fyrra náði Frakkland í fyrsta sinn að vera stærsta viðskiptalandið með ufsaafurðir. Á árunum 2019 og 2020 var Pólland efst á blaði en fyrir þann tíma var Þýskaland ávallt á toppnum, að minnsta kosti frá aldamótum.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst