Talsverður samdráttur í útflutningi

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 247 milljörðum króna á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS. Það er rétt rúmlega 1% aukning frá sama tímabili árið 2019 í krónum talið. Áhrifin af gengisveikingu krónunnar á síðasta ári eru töluverð og mælist tæplega 9% samdráttur á milli ára sé tekið tillit til […]
Loðna víða en óvíst um magnið

Loðnuleit fjögurra skipa, sem hófst um helgina, er um það bil að ljúka. Hafrannsóknastofnun segir þó lítið hægt að segja á þessu stigi um niðurstöður leitarinnar. Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir að það sé ekki fyrr en mannskapurinn og tölur séu komnar í hús og farið verði að vinna úr […]
Kap tekur þátt í loðnumælingum

Ráðgert er að halda til loðnumælinga um næstu helgi á fjórum veiðiskipum. Mælingarnar eru samstarfsverkefni SFS, Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða, og kostaðar af þeim síðastnefndu því mælingar í desember voru ekki á rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Niðurstöður loðnukönnunar á grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Polar Amaroq sem lauk í síðustu viku sýndu austlægari útbreiðslu loðnu en síðustu ár á þessum árstíma […]
SFS styrkja Hafrannsóknastofnun um 65 milljónir króna til loðnurannsókna í desember

Mælingar á loðnustofninum við Ísland hafa gengið erfiðlega á umliðnum tveimur árum, með þeim afleiðingum að engin loðnuvertíð var í fyrra eða í ár. Í ljósi þess að fiskveiðar eru helsta stoð íslensks efnahagslífs, þá er þessi staða einstaklega óheppileg. Óyggjandi vísbendingar úr mælingum á umliðnum mánuðum eru á þá leið að veiðistofninn sé sterkur. […]
Ríflega 9% samdráttur í sjávarafurðum

Samkvæmt tölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru á fimmtudag, er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 224 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins. Það er nánast á pari við útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu 10 mánuðum ársins í fyrra í krónum talið. Áhrifin af gengisveikingu krónunnar eru þó töluverð og mælist rúmlega 9% samdráttur á milli […]
Mesta lækkun í rúman áratug

Verð á sjávarafurðum lækkaði um rúm 1,4% í erlendri mynt í október frá fyrri mánuði samkvæmt verðvísitölu sjávarafurða sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Greint er frá þessu á vef SFS. Miðað við október í fyrra hefur verð á sjávarafurðum lækkað um 7,5% í erlendri mynt. Á þann kvarða hefur lækkunin ekki verið meiri í […]
Útflutningsverðmæti sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,6 milljörðum króna í september. Það er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar og fjallað er um á Radarnum. Þetta er rúmlega 26% aukning í krónum talið frá september í fyrra. Aukningin í erlendri mynt er minni vegna lækkunar á gengi krónunnar á tímabilinu, eða sem nemur um 10%. Af einstaka tegundum munaði […]
Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun. Ábyrg og góð umgengni um náttúruna er skilyrði […]
Fiskur fyrirferðamikill í útflutningi

Verðmæti vöruútflutnings nam alls tæplega 62 milljörðum króna í september samanborið við rúmlega 50 milljarða í sama mánuði í fyrra. Frá þessu er greint í nýju fréttabréfi SFS. Það er rúmlega 22% aukning í krónum talið á milli ára. Gengi krónunnar spilar vissulega stóra rullu í þessari aukningu, enda var það rúmlega 13% veikara nú […]
Vel áraði í sjávarútvegi 2019

Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta kom fram í kynningu frá Deloitte á Sjávarútvegsdeginum 2020, sem fór fram í gær. Sjávarútvegsdagurinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Deloitte og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Niðurstaðan byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90% af úthlutuðu aflamarki og er skalað upp í 100%. Heildartekjur […]