Polar Amaroq fékk gat á peruna – skipstjórinn bjartsýnn hvað varðar loðnuvertíð

Fréttir að afloknum loðnuleitarleiðangrinum á dögunum hafa ekki gefið tilefni til bjartsýni hvað loðnuvertíð varðar. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leiðangrinum var grænlenska skipið Polar Amaroq og skipstjóri þar um borð var Geir Zoëga. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs og spurði hvort hann teldi að líkur væru á loðnuvertíð. „Staðreyndin er sú […]
Met í afla og verðmætum

Á árinu sem nú er að líða hafa skip Bergs-Hugins aflað 10.300 tonna að verðmæti 2.760 milljónir króna. Er þetta mesti afli sem skip félagsins hafa komið með að landi á almanaksári og einnig mesta aflaverðmæti. Aflinn eykst um 150 tonn á milli ára og verðmætin um 350 milljónir. Í júlímánuði sl. fékk Bergur-Huginn afhent […]
Bergey kveður

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í síðasta sinn undir merkjum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum sl. sunnudag. Aflinn var 65 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið fer væntanlega í slipp síðar í dag en það verður afhent nýjum eiganda í næstu viku. Það er Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði sem hefur fest kaup á skipinu. Bergey var smíðuð […]
Vinna í millidekki á nýrri Vestmannaey hafin

Hin nýja Vestmannaey hélt norður til Akureyrar hinn 6. ágúst sl. og munu þar starfsmenn Slippsins ganga frá millidekki skipsins. Áður höfðu starfsmenn Vélsmiðjunnar Þórs í Vestmannaeyjum gengið frá lestarfæribandinu um borð. Millidekkið verður um þriðjungi stærra og að ýmsu leyti fullkomnara en var í gömlu Vestmannaey (núverandi Smáey). Þar verða meðal annars tveir stærðarflokkarar […]
Nú þarf að fiska annað en ýsu

Á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum oft fiskað drjúgt af ýsu. Vissulega er auðvelt fyrir þau að veiða ýsuna núna en í lok kvótaárs þarf að hyggja að fleiri tegundum. Bæði skipin eru að landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Afli Bergeyjar er að mestu ýsa og djúpkarfi en afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) […]
Gamla Vestmannaey fær nafnið Smáey

Eins og kunnugt er kom ný Vestmannaey til landsins um miðjan síðasta mánuð. Nú hefur gamla Vestmannaey fengið nafnið Smáey og einkennisstafina VE 444. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur áður átt skip sem borið hefur nafnið Smáey en það var selt árið 2012 til Grenivíkur. Gert er ráð fyrir að ný Bergey, sem er systurskip nýrrar Vestmannaeyjar, […]
Ný Vestmannaey komin til heimahafnar

Ný Vestmannaey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag og var vel tekið á móti skipinu. Birgi Þór Sverrisson skipstjóra er ánægður með nýja skipið „Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við […]
Nýja Vestmannaey stóðst prófanir

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. Hinn 5. júlí fóru síðan fram veiðarfæraprófanir en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður. Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi […]
Veður truflar og oft landað

Veður hefur að undanförnu haft mikil áhrif á veiðar Vestmannaeyjaskipanna Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE. Sannleikurinn er sá að þau hafa þurft að veiða í skjóli af Eyjunum og ekki komist á önnur mið vegna veðurs. Að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra eru skipstjórar skipanna enn ekki alveg sáttir við fiskiríið að undanförnu og telja að […]
Smíðin á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Í skipasmíðastöð Vard í sveitarfélaginu Aukra í Noregi er unnið að smíði á nýrri Vestmannaey og Bergey fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, en Bergur-Huginn er dótturfélag Síldarvinnslunnar. Þeir Gunnþór Ingvarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri Bergs-Hugins voru í Noregi í síðustu viku þar sem fundað var um smíði skipanna. Guðmundur segir að smíðin sé […]