Misstu síldar afskurð í höfnina

Óhapp varð við löndun úr frystitogaranum Hákon EA í Vestmannaeyjahöfn í dag. Togarinn kom til Vestmannaeyja til þess að landa síldar afskurður í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Fyrir mistök um borð var hluta af hratinu í höfnina fyrir það að loki á síðunni var opinn. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar voru ræstir út og kom fyrir mengunarvörnum í fjörunni við […]

Útflutningsverðmæti sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,6 milljörðum króna í september. Það er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar og fjallað er um á Radarnum. Þetta er rúmlega 26% aukning í krónum talið frá september í fyrra. Aukningin í erlendri mynt er minni vegna lækkunar á gengi krónunnar á tímabilinu, eða sem nemur um 10%. Af einstaka tegundum munaði […]

Gamla punga­prófið heyr­ir sög­unni til

Frest­ur til að sækja um upp­færslu skip­stjórn­ar­rétt­inda í sam­ræmi við breytt lög renn­ur út 1. janú­ar 2021. Fyrsta sept­em­ber tóku gildi breyt­ing­ar sem Alþingi samþykkti í des­em­ber í fyrra á lög­um um áhafn­ir ís­lenskra fiski­skipa, varðskipa, skemmti­báta og annarra skipa. Með samþykkt frum­varps­ins var skil­grein­ingu í lög­um á hug­tak­inu smá­skip breytt þannig að þau telj­ast […]

Vöruviðskipti við Bretland tryggð

Ísland, Noregur, Liechtenstein og Bretland hafa sammælst um að bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti taki gildi hafi fríverslunarsamningur ekki verið undirritaður fyrir áramót svo óbreytt viðskiptakjör verði áfram tryggð. Góður gangur er í fríverslunarviðræðunum og er stefnt að því að ljúka þeim á tilsettum tíma. Fríverslunarviðræður Íslands og hinna EES EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, við Bretland standa […]

Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun. Ábyrg og góð umgengni um náttúruna er skilyrði […]

Einfalda lagaumhverfi skipa

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir nýjum heildarlögum um skip. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum. Þá er þeim ætlað að veita stjórnvöldum nægilegar heimildir til að […]

Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021

Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi dagana 7. september – 5. október. Frá þessu er greint í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar. Rannsóknarsvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 73°20’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands suður fyrir 64°N, um Grænlandssund, Íslandshaf, hafsvæðis vestan Jan Mayen og […]

Ragnar Þór Jóhannsson nýr formaður Farsæls

Aðalfundur Farsæls, félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjumvar var haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja 28. september sl. Frá þessu er greint í frétt á vefnum smabatar.is. Mikill áhugi var fyrir fundinum sem sýndi sig best í að um tveir þriðju félagsmanna voru mættir. Í upphafi fundar upplýsti Hrafn Sævaldsson formaður Farsæls um að hann væri ekki lengur smábátaeigandi […]

Fiskur fyrirferðamikill í útflutningi

Verðmæti vöruútflutnings nam alls tæplega 62 milljörðum króna í september samanborið við rúmlega 50 milljarða í sama mánuði í fyrra. Frá þessu er greint í nýju fréttabréfi SFS. Það er rúmlega 22% aukning í krónum talið á milli ára. Gengi krónunnar spilar vissulega stóra rullu í þessari aukningu, enda var það rúmlega 13% veikara nú […]

Myndavél í hverri höfn

Í drögum að nýrri reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla er gert ráð fyrir að eftirlitsmyndavélar verði settar upp í hverri höfn þar sem sjávarafla er landað. Myndavélunum skal koma fyrir þannig að þær sýni bæði löndunaraðstöðu og vigtunaraðstöðu, og „skulu stilltar þannig að hægt sé með þeim að fylgjast með samfelldri ferð afla frá […]