Aðalfundur Farsæls, félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjumvar var haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja 28. september sl. Frá þessu er greint í frétt á vefnum smabatar.is. Mikill áhugi var fyrir fundinum sem sýndi sig best í að um tveir þriðju félagsmanna voru mættir. Í upphafi fundar upplýsti Hrafn Sævaldsson formaður Farsæls um að hann væri ekki lengur smábátaeigandi og hefði því ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Nýja stjórn skipa:
Ragnar Þór Jóhannsson formaður og gjaldkeri
Halldór Alfreðsson ritari
Ólafur Már Harðarson
Haraldur Hannesson varamaður í stjórn
Fundarmenn þökkuðu Hrafni fyrir hans kröftuga innlegg í þágu smábátaeigenda. Auk Hrafns gaf Jóel Andersen ekki kost á sér, en Jóel hefur setið í stjórn Farsæls frá 1996, þar af var hann formaður 1999-2018. Þau ár sem Jóel var formaður Farsæls var hann jafnframt í stjórn Landssambands smábátaeigenda.
Eftirfarandi ályktanir var samþykkt að leggja fyrir 36. aðalfund Landssambands smábátaeigenda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst