Tillögurnar ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var […]

Öll skip Bergs-Hugins landa sama daginn

Sl. fimmtudag komu öll þrjú skip Bergs-Hugins til löndunar í Vestmannaeyjum. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE voru með fullfermi og Smáey VE, sem nú er í leigu hjá Samherja, kom einnig með góðan afla. Það hefur ekki gerst oft síðustu árin að þrjú skip í eigu Bergs-Hugins landi sama daginn. Bæði Vestmannaey og Bergey […]

Erfiðasta hafsvæði sem maður sækir á

Huginn Ve er á leiðinni til Kyllibegs á Írlandi með 1.900 tonn af kolmunna. Aflann fengu þeir vsv af Írlandi um 730 sjómílur frá Vestmannaeyjum. „Við lögðum af stað rétt fyrir miðnætti og reiknum með að vera þarna í fyrramálið þetta er 300 sjómílna sigling héðan af miðunum,“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir. Þetta fyrsti túrinn á þessu ári. […]

Eyjarnar gera það gott

Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð. Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíðan heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli […]

Samherji leigir Smáey

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu. Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu […]

Vestmannaey og Bergey með fullfermi

Bæði skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu til Vestmannaeyja í gær með fullfermi. Skipstjórarnir segja að nú sé vertíðin hafin og mikið sé af fallegum vertíðarfiski við Eyjarnar. Heimasíðan ræddi við báða skipstjórana og sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, að vel hefði fiskast af þorski og karfa í veiðiferðinni. „Við vorum […]

Staða loðnuleitar rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði grein fyrir stöðu loðnuleitar á ríkisstjórnarfundi í gær. Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand stofnsins en fyrri mælingar bentu til, en gefur þó að mati Hafrannsóknastofnunar ekki tilefni til að leggja til útgáfu kvóta. Á fundinum gerði Kristján Þór grein fyrir því að rannsóknaskipið Árni Friðriksson […]

Heimaey fer í loðnuleit á sunnudag

Heimaey skip Ísfélags Vestmannaeyja fer til liðs við Árna Friðriksson við loðnuleit á sunnudag. Full ástæða þykir til að halda mælingum áfram og gera þriðju mælinguna á grunni fyrri mælinga. Árni Friðriksson byrjaði þá mæliyfirferð 11. febrúar og mun Heimaey ásamt öðrum skipum bætast við í mælinguna um og eftir helgi þegar óveður helgarinnar gengur […]

Ekki hægt að mæla með veiðikvóta – leit haldið áfram eftir helgi

Bráðabirgðaniðurstaða loðnumælinga dagana 1.-9. febrúar liggur nú fyrir. Heildarmagn hrygningarloðnu samkvæmt henni er 250 þúsund tonn og hefur þá ekki verið tekið tillit til áætlaðra affalla úr stofninum vegna afráns fram að hrygningu. Þessi mæling byggir á yfirferð sem í þátt tóku RS Árni Friðriksson og uppsjávarveiðiskipin; Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK, Margrét EA og […]

Útlit fyr­ir að meira mæl­ist í loðnu­leiðangri

Útlit er fyr­ir að meira mæl­ist af kynþroska loðnu í leiðangri sem nú stend­ur yfir, held­ur en í loðnu­mæl­ing­um í síðasta mánuði. Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri á upp­sjáv­ar­sviði Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, tel­ur þó að ekki sé tíma­bært að tala um ein­hvern kvóta, magnið sé ekki slíkt enn sem komið er. Niður­stöðurn­ar verða metn­ar í næstu viku að […]