Álagið kemur í skorpum

Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum hefur verið starfrækt þar síðan 1995, fyrst undir merkjum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. „Það sem ég geri fyrst og fremst er að sinna mælingum og þjónustu fyrir fiskvinnslurnar og fiskiðnaðinn hérna í Eyjum, eða matvælaiðnaðinn hérna skulum við segja,“ segir Sigmar Valur Hjartarson, framkvæmdastjóri Rannsóknarþjónustunnar Vestmannaeyjum ehf. Sigmar er fiskilíffræðingur, menntaður frá Noregi, og hefur […]

Aldrei verið loðnulaust tvö ár í röð

Vestmannaeyjar hafa á síðustu árum verið stærsta löndunarhöfn loðnu, en milli 2016 og 2018 voru 29% aflans landað þar, og kæmi áframhaldandi loðnubrestur því einna harðast niður á sveitarfélaginu að því er segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Vísar bankinn í að nú eru horfur á að ekkert verði af loðnuvertíð á þessu ári, annað árið […]

Bergey komin til Eyja (myndir)

Bergey VE kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, og var sjósett í sumar og kom til landsins í haust en hefur verið á Akureyri þar sem fór sram skvering á millidekkinu. Áformað er að taka veiðarfæri og annað smálegt í Eyjum […]

Síldarlóðningar frá hafnargarðinum og hálfa leið út að Bjarnarey

Feðgarnir Bragi og Sigurður notuðu blíðuna seinnipartinn í gær sjósettu Þrasa VE en bátinn hafa þeir alla jafna inni yfir há veturinn. Bragi segist hafa verið að fylgjast með hval og súlukasti fyrir vestan Eyjar og augljóst að mikið líf sé í sjónum eins og oft er á þessum árstíma. “Við tókum smá prufutúr eftir að við […]

Árni Friðriks­son fer til loðnu­mæl­inga nk. mánu­dag

Sam­komu­lag hef­ur náðst um að út­gerðir upp­sjáv­ar­skipa leggi Haf­rann­sókna­stofn­un lið við loðnu­leit og mæl­ing­ar í vet­ur. Leggja þær til tvö skip sem munu leita með rann­sókn­ar­skipi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Stofn­un­in greiðir um helm­ing kostnaðar við út­hald skip­anna, sam­tals um 30 millj­ón­ir króna. „Mér er létt. Þetta er mjög mik­il­vægt til að reyna að ná góðri mæl­ingu. Von­andi […]

Ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur 2019

Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út síðan árið 2003. Er það ósk bankans að skýrslan gefi bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegarins á íslenskt samfélag. Eins og síðastliðin ár naut bankinn liðsinnis Deloitte við umfjöllun um rekstur sjárvarútvegsfélaga og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Íslandsbanki hefur frá upphafi lagt ríka […]

Vestmannaeyjar stærsti útgerðarstaður landsins

Nýtt kvótaár hófst á miðnætti. Að þessu sinni er úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið, samanborið við um 384 þúsund þorskígildistonn í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Samdráttur á milli ára samsvarar því um 12 þúsund þorskígildistonnum. Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip […]

Árið 2019 hefst með hefðbundum hætti, fullkominni óvissu í loðnuveiðum

Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun var lækkun um milljarð eða 20% á atvinnutekjum í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum á árunum 2016-2017. Veiðigjöldin kalla á aukna hagræðingu og störfum í landi fer fækkandi. Íslandsbanki gaf í lok árs út skýrslu um sjávarútveginn á Íslandi og á þeirri kynningu var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi, […]

Fiskafl­inn 27% meiri en í júlí 2017

Fiskafli ís­lenskra skipa í júlí­ var 93.551 tonn sem er 27% meira en í júlí í fyrra. Botn­fiskafli í mánuðinum var rúm 34 þúsund tonn og er það tæp­um 5 þúsund tonn­um meira en í júlí í fyrra. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stof­unn­ar. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund […]

Breki VE farinn til veiða sunnan Eyja

„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun. Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.