Súðbyrðingar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf

Smíði og notkun súðbyrðinga, hefðbundinna norrænna trébáta, er komin á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf. Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni sem samþykkt var á fundi Milliríkjanefndar um varðveislu menningarerfða í París í dag.Vitafélagið – íslensk strandmenning hafði veg og vanda að undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands.Skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkynsins er hliðstæð […]

Árað vel í sjávarútvegi þrátt fyrir heimsfaraldur

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í fyrra, vegna COVID-19, gekk rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldisfyrirtækja ágætlega. Þetta má lesa úr samantekt Deloitte sem kynnt var á hinum árlega Sjávarútvegsdegi, sem var í gær, 19. október. Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins. Samantekt Deloitte byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að […]

Sjávarútvegsdagurinn 2021

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn þriðjudaginn 19. október í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10:00. Léttur morgunverður frá klukkan 8:00. Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins í ár er: Vel í stakk búinn og vísar til þess að bæði sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegnum […]

Heimild til veiða á 662.000 tonnum af loðnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Alls heimilar reglugerðin veiðar íslenskra skipa á allt að 662.064 tonnum sem gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Nýverið […]

Úthafskarfaveiðar ekki taldar ráðlegar næstu árin

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2022-2024 fyrir efri og neðri stofna úthafskarfa. Úthafskarfi – neðri stofn ICES ráðleggur í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY) að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2022, 2023 og 2024. Hrygningarstofninn hefur minnkað verulega frá því að veiðar […]

Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]

Leggja til lækkun í síld, makríl og kolmunna

Í dag 30. september 2021 veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna árið 2022. Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2022 verði ekki meiri en tæp 599 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 651 þúsund tonn og er því um að ræða […]

Sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast. Fræðsluefnið er á veggspjaldi og í smáforriti fyrir síma. Þar er farið í nokkrum orðum um brottkast, reglur, undanþágur og úrræði. Á undanförnum árum hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að umgengni við hafið […]

Langa fær 21 milljón úr matvælasjóði

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 566,6 milljónum króna úr Matvælasjóði til 64 verkefna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóði, en í ár bárust 273 umsóknir um styrki. Fjögur fagráð voru stjórn […]

Saka útgerðina um græðgi

„Sjó­menn hafa verið samn­ings­laus­ir í 21 mánuð og reynt hef­ur verið til þraut­ar að ná kjara­samn­ingi, en óbil­girni út­gerðarmanna, hroki og græðgi koma í veg fyr­ir að samn­ing­ar ná­ist,“ seg­ir í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Sjó­manna­fé­lags Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur og VM Fé­lagi vél­stjóra og málm­tækni­manna. Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far þess að fé­lög sjó­manna slitu viðræðum […]