Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Alls heimilar reglugerðin veiðar íslenskra skipa á allt að 662.064 tonnum sem gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár.
Nýverið kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf fyrir loðnuveiðar vertíðarinnar 2021-2022 upp á 904.200 tonn. Í samræmi við alþjóðlega samninga fær Ísland 80% þess magns eftir að tekið hefur verið tillit til tvíhliðasamninga við önnur ríki. Aflaverðmæti þessarar vertíðar er áætlað um 50 milljarðar og hefjast veiðar 15. október næstkomandi.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
„Það er mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að undirrita reglugerð sem gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í um tvo áratugi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir einstaka byggðir í landinu en um leið samfélagið allt enda skapar þetta miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og eykur líkur á að okkur takist að vaxa enn hraðar út úr kórónuveirukreppunni á næstu mánuðum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst