Þyrluflug yfir Heimaey

Laugardaginn 6. júní frá kl. 13:00 verður boðið upp á stórkostlegt útsýnisflug yfir hina fögru Heimaey. Flogið verður frá Vestmannaeyjaflugvelli og tekin stór hringur um eyjuna á glæsilegri þyrlu frá Reykjavík Helicopters. Verð aðeins kr. 10.000,- á mann og rennur hluti andvirðisins til Björgunarfélagsins! Flogið verður eins lengi og þurfa þykir. (meira…)
Gleðilega sjómannadagshelgi!

Vinnslustöðin óskar sjómönnum sínum gleðilegs sjómannadags! Megi sjómannadagshelgin verða þeim og fjölskyldum þeirra fagnaðarrík, sem og öllu öðru starfsfólki félagsins með þakklæti fyrir samstöðu og baráttuvilja á erfiðum tímum kórónufaraldurs í vetur og vor. Minnumst þess samt að veiran er fjáranum lúmskari og ósigruð enn þótt úr henni sé mesti vindurinn. Gefum því ekkert eftir […]
Óskar Pétur hefur opnað sýningu í Vigtinni

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari opnaði í dag ljósmyndasýningu sem hann verður með í Vigtinni Bakhúsi um Sjómannadagshelgina. Óskar bauð gesti velkomna og rifjaði upp sögur af því þegar faðir hans starfaði sem vigtarmaður í sama húsi. „Í haust sýndi ég myndir frá höfninni, skipin og sjómennina þessi sýning er með svipuðu sniði. Höfnin hefur alla […]
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja komið út

Sjötugasti árgangur Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja kom út í vikunni og er að venju fjölbreytt að efni. Sjómannadagsblaðið hefur frá upphafi verið gefið út af miklum metnaði og er einn helsti upplýsingabanki um sjávarútveg í Vestmannaeyjum sem við eigum í dag. Og áfram er haldið á sömu braut. Í allri óvissunni í vetur á meðan Covid19 lamaði […]