Forsala hefst klukkan níu – Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir á Þjóðhátíð

Þá eru fyrstu listamennirnir staðfestir á stóra sviðið á Þjóðhátíð í Eyjum – Emmsjé Gauti, einn vinsælasti rappari landsins, og Aldamótatónleikarnir en þar stíga á stokk Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur, Gunni Óla og Einar Ágúst – sannkölluð tónlistarveisla fyrir Herjólfsdal. Í tilkynningu frá ÍBV segir að aldrei hefur verið jafn mikil eftirvænting fyrir hátíðinni og verður […]

Hreimur með þjóðhátíðarlagið “Göngum í takt”

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. Lagið ber heitið “Göngum í takt” og fjallar um eftirvæntinguna sem að kraumar inn í manni þegar að maður er að labba niður í dal, gegnum hliðið og heyrir í drununum úr brekkunni þegar þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð. Hreimur […]

Umsókn um afnot af Herjólfsdal

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði Í gegnum fjarfundabúnað í vikunni þar var tekin fyrir umsókn frá ÍBV-íþróttafélagi um afnot af Herjólfsdal frá 28. júlí til 2. ágúst 2021 vegna Þjóðhátíðar og eftir að fá að halda Húkkaraball félagsins fimmtudaginn 29. júlí í portinu bak við Hvítahúsið. Ráðið samþykti afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill […]

Þórólfur bjartsýnn á þjóðhátíð 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir svaraði spurningum hlustenda Brennslunnar á FM957 í morgunn. Spurningarnar voru af ýmsum toga og viðtalið sem var skemmtilegt má sjá hér að neðan. Í lokin var Þórólfur spurður hversu bjartsýnn hann væri á það að þjóðhátíð 2021 færi fram. “Ég er bara nokkuð bjartsýnn ef þetta gengur allt vel og við náum […]

Brekkusöngurinn 2020 (myndband)

Ingólfur Þórarinsson

Þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað í ár, var ekki hægt að sleppa brekkusöngnum, enda fastur liður í hjörtum fjölmargra landsmanna. Brekkusöngurinn var því í beinni útsendingu frá Hlégarði um verslunarmannahelgina í Sjónvarpi Símans þar sem Ingó Þórarinsson leiddi sönginn líkt og undanfarin ár. Fyrir þau sem misstu af þá er hér brekkusöngurinn í […]

Einn gisti fangageymslu

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Töluverð ölvun var í bænum og mikið um gleðskap í heimahúsum og görðum sem lögregla þurfti að hafa afskipti af. Einn gisti fangageymslu sl. nótt vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Tveir aðilar voru handteknir og var annar hinna handteknu færður í fangageymslu vegna gruns um sölu fíkniefna. […]

Þjóðhátíð er ekki eini gullkálfur Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð er ekki eina tilefni landsmanna til þess að skella sér til Vestmannaeyja að sumarlagi enda eru haldin þar tvö fjölmenn fótboltamót og Goslokahátíð í þokkabót. Aftur á móti sækja ekki jafn margir þessa viðburði en 1.120 keppendur komu saman á Orkumótinu (Pollamótið), auk fararstjóra, þjálfara, foreldra og annarra sem fylgja liðinu, 760 keppendur voru […]

Þjóðhátíð um allan bæ (myndir)

Skemmtanahald næturinnar fór vel fram samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni, en nokkuð var um slíkt í heimahúsum og görðum hér í bæ. Bárust lögreglu tilkynningar um hávaða og skotelda sem skotið var upp víðsvegar um bæinn. Einn var í fangaklefa en sá fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Óskar Pétur tók púlsinn á nokkrum stöðum og smellti […]

Kortavelta um Þjóðhátíð að meðaltal 79 milljónir

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sækja u.þ.b. 15 þúsund manns á ári hverju og hefur hátíðin verið haldin árlega síðan árið 1901 að undanskildum styrjaldarárunum 1914 og 1915. Hátíðin var fyrst haldin árið 1874 til að fagna þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar sem og þeim tímamótum að Íslendingar fengu afhenta sína fyrstu stjórnarskrá frá Danakonungi. Heildarkortavelta í Vestmannaeyjum […]

Tómlegur Herjólfsdalur (myndir)

Brenna var tendruð á Fjósakletti í gærkvöldi við sérstakar aðstæður. Herjólfsdalur var lokaður fyrir umferð og því tómlegt um að litast. Leita þarf aftur til ársins 1976 til að finna mannlausan Herjólfsdal á föstudagskvöldi á þjóðhátíð en þá var þjóðhátíð síðast haldin á Breiðabakka. (meira…)