Þjóðhátíðarblaðið afhent kl. 14.00 í dag

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020 er komið út, en um helgina ganga sölubörn í hús í Eyjum þar sem hægt verður að nálgast blaðið. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið í dag, laugardaginn 1. ágúst, milli kl. 14.00 og 14.30 til að fá afhent blöð. Blaðið fór í sölu í gær og var sölubörnum vel […]

Róleg nótt hjá lögreglunni

Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og engin alvarleg mál komu upp. Kveikt var í brennu á Fjósakletti kl. 23:00 í gærkveldi. Töluverður fjöldi áhorfanda var að fylgjast með þegar kveikt var í brennunni. Búið var að loka fyrir aðkomu að Herjólfsdal og var gæsla á vegum brennuleyfishafa og lögreglu. Fólk safnaðist saman […]

Um 380 milljónir í vaskinn

Fyrr í júlímánuði var tekin sú ákvörðun að engin Þjóðhátíð verður haldin í Vestmannaeyjum þetta árið en hátíðin er ein helsta tekjulind íþróttastarfs í eyjunni fögru. Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV hefur nefnt í fjölmiðlum að 60-70% af tekjum þeirra séu í „algjöru uppnámi“. Það liggur augum uppi að ÍBV mun verða af allmiklum tekjum […]

Vinnsla um Þjóðhátíðarhelgi í fyrsta sinn í áratugi

Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar fékk áletraða, skreytta og ljúffenga köku með morgunkaffinu í dag. Á henni stóð: Takk fyrir mig. Það er heiti Þjóðhátíðarlagsins 2020 eftir Ingó Veðurguð. Lagið er gott og grípandi, gefið út þótt engin sé samkoman í Herjólfsdal. Starfsfólkið smakkaði þannig á Þjóðhátíð í orðsins fyllstu merkingu og verður að láta duga í ár […]

Brenna klukkan 22:00, Herjólfsdal lokað við Hamarsveg

Velunnarar bennunnar sendu rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kveikt verður í brennunni klukkan 22:00 í kvöld. Herjólfsdal verður lokað fyrir akandi og gangandi umferð við Hamarsveg kl 21:00. Fólk er beðið um að njóta brennunar úr fjarska og virða tilmæli ráðherra. Gæsla verður við golfvöllin sem tryggir að ekki […]

Þjóðhátíð er einstök upplifun!

Í ár eru 146 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Því er það mjög sérstök tilfinning að henni hafi verið aflýst í ár, en það gerðist síðast þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þetta er sem sagt í fyrsta sinn í 105 ár sem Þjóðhátíð fellur niður; og í fyrsta og vonandi síðasta skiptið […]

Tjöldun Þjóðhátíðartjalda óheimil í Herjólfsdal

Að gefnu tilefni er rétt að koma því á framfæri að tjöldun Þjóðhátíðar eða samkomutjalda er óheimil í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgi. Í Herjólfsdal er rekið tjaldsvæði og gilda á svæðinu þær reglur um næði og frið gesta sem almennt eru í heiðri hafðar á tjaldsvæðum. F.h. Friðarbóls ehf. rekstraraðila tjaldsvæða. Páll Scheving (meira…)

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja kemur út föstudaginn 31. júlí þrátt fyrir að Þjóðhátíð 2020 falli niður. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið, föstudaginn 31. júlí kl. 15.00 þar sem þau fá blöð til að selja. Í ljósi hertra takmarkana og sóttvarnarráðstafana, sem kynntar voru í dag og taka gildi á morgun, er rétt að geta […]

Engir styrktartónleikar og lokaður Herjólfsdalur skilyrði brennunnar

Fundur var haldinn í bæjarráði núna kl. 13.00 vegna hertra reglna um samkomutakmarkanir og nálægðarmörk sem kynnt voru í morgun. Kom bæjarráð saman til þess að ræða leyfisveitingar og samkomur í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. „Nú er ljóst að töluverð fjölgun hefur orðið á innanlandssmitum af völdum kórónuveirunnar undanfarna örfáa daga og stjórnvöld tekið ákvörðun um […]

Sjálfboðaliðar hittust og máluðu brúna

Stór hópur sjálfboðaliða stendur alla jafna í ströngu mest allan júlí mánuð að undirbúa Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð. Það hefur því verið óvenjulega rólegur júlí hjá þessu fólki þetta árið. Hópur sjálfboðaliða kom þó saman í Herjólfsdal í gær til þess að mála brúna og setja upp nýtt ártal á sviðið. “Þetta er nú meira sálrænt […]