Það er bara einn þjóðflokkur sem gerir svona (Myndir)

Það var mikið fjör á árshátíð Eyjamanna í Hörpu um liðna helgi eins og einn tónleikagestur kallaði Eyjatónleikana sem haldnir voru í níunda skiptið í Eldborgarsal í þetta skiptið undir yfirskriftinni „Í brekkunni“.  Maður fann það um leið og maður steig inn í Hörpu að ekki var um hefðbundna uppákomu að ræða í húsinu. Á […]

Tekist á um tjaldsvæði

Á fundi í bæjarstjórn síðasta fimmtudag lá fyrir til umræðu og staðfestingar skipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð en Eyjafréttir hafa áður fjallað um málið. Meirihluti bæjarstjórnar er hlynntur því að skoða að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Tekið verði upp samtal við ÍBV íþróttafélag um málið og gerð verði tilraun með tjöldun á vellinum […]

Leggja til tjaldsvæði á Þórsvelli og hugsanlega nýjan fótboltavöll í staðinn

Lögð fram fundargerð starfshóps um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð á fundi í Umhverfis- og skipulagsráð í gær. Meta Þórsvöll eftir þjóðhátíð Niðurstaða ráðsins var eftirfarandi: Ráðið er hlynnt því að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Ráðið telur mikilvægt að ekkert verði aðhafst fyrr en eftir að stóru fótboltamótin eru yfirstaðin sumarið 2020. Lagt […]

Aragrúi óskilamuna hjá Lögreglunni

Það er í nógu að snúast hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum þessa dagana. Í þetta skiptið er það svo sem ekki slæmar fréttir því verkefnið er ekki endilega hefðbundið. Þannig er mál með vexti að geymslur lögreglustöðvarinnar eru fullar af óskilamunum úr Herjólfsdal. En svo virðist sem margur hver hafi farið léttari heim en í Dalinn. […]

Ein af þeim stóru en ekki sú stærsta

Nú þegar allflestir Þjóðhátíðargestir hafa komist til sinna heima heyrðum við aðeins í Dóru Björk Gunnarsdóttir í Þjóðhátíðarnefnd um hvernig hátíðin gekk fyrir sig. „Eins og undanfarin ár þá vorum við mjög heppin með gesti hátíðarinnar og voru þeir upp til hópa til mikillar fyrirmyndar. En því miður þá leynast alltaf svartir sauðir innan um. […]

Ný ferja og reynslumikið starfsfólk hefur auðveldað flutningana

Herjólfur er enn í óðaönn að ferja gesti Þjóðhátíðar yfir á meginlandið en vel hefur gengið að koma fólki heim. „Vissulega er þetta ein stærsta og mesta álagshelgi sem við sinnum á hverju ári,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdarstjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir. „Nýja ferjan kom vel út en hún tekur meira af farartækjum […]

Sól og söngur á Sunnudegi Þjóðhátíðar – myndir

Sólin brosti við Þjóðhátíðargestum í gær á lokadegi Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Miðbærinn fylltist af fólki sem naut veðurblíðurnar og seðjaði þorsta og hungur. Barnadagskrá dagsins í Herjólfsdal samanstóð af Ronju Ræningjadóttur og Páli Óskari sem og síðari hluta söngvakeppni barna. Í Ölgarðinum lék Eyjapeyinn Leó Snær og söng fyrir bjórþyrsta þar til kvöldvaka hófst á Brekkusviði. […]

Frábær laugardagur á Þjóðhátíð – myndir

Laugardagur Þjóðhátíðar Vestmannaeyja var velheppnaður eins og hátíðin öll hefur verið. Á barnadagskránni mætti Íþróttaálfurinn með Sigga sæta, Sollu Stirðu og Höllu hrekkjusvín með sér. Þá mætti Friðrik Dór einnig og tók nokkur lög með krökkunum. Þegar hann hafði lokið af sér tóku svo við stórstjörnur framtíðarinnar í Söngvakeppni barna. Fram að kvöldvöku lék svo […]

Dagskrá sunnudags Þjóðhátíðar 2019

Eins og undanfarin 100 ár eða svo hefst dagskrá nýs dags Þjóðhátíðar á léttum lögum í Dalnum. Barnadagskráin hefst kl. 14.30 á Tjarnarsviði. Að þessu sinni eru það Ronja Ræningjadóttir og Páll Óskar sem mæta á svæðið. Að því loknu heldur svo Söngvakeppni barna áfram á Brekkusviði þar sem frá var horfið í gær. Kl. […]

Dagskrá laugardags Þjóðhátíðar 2019

Venju samkvæmt hefst dagskrá nýs dags Þjóðhátíðar á léttum lögum í Dalnum. Vegna leikjar ÍBV og HK í Pepsi Max-deild karla á Hásteinsvelli kl. 14.00 er barnadagskráin heldur seinna á ferðinni en venjulega og hefst hún kl. 16.00 á Tjarnarsviði. Latibær mætir aftur á svæðið en að þessu sinni er það Friðrik Dór sem fylgir […]