Þroskahefti VKB innkallað

Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum Þjóðhátíð í Eyjum. Ein af þeim er útgáfa Þroskaheftis, þjóðhátíðarheftis Bræðrafélagsins VKB. Er þetta tólfta árið sem heftið er gefið út. Blaðinu var dreift í gær í öll hús í Vestmannaeyjum og er jafnframt aðgengilegt á vefnum á stafrænu formi. Blaðið er bráðskemmtilegt en ber þó að lesa […]

Mikil eftirspurn eftir miðum til Eyja

Miðasala á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur gengið vel síðustu daga, þetta sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV í samtali við Eyjafréttir. „Miðasala hefur gengið vel síðustu daga og er veðurspáin góð. Það hafa verið góð viðbrögð við auknu framboði ferða milli lands og Eyja með Boat tours og gamla Herjólfi og finnum við fyrir mikilli […]

Flug­in tíðari og vél­arn­ar stærri

Flug­ferðir til Vest­manna­eyja verða tíðari og sæta­fjöldi meiri yfir versl­un­ar­manna­helg­ina. Þetta seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, sölu- og markaðsstjóri flug­fé­lags­ins Ern­is. „Þetta verður svipað og und­an­far­in ár. Við verðum með fjölda ferða alla helg­ina. Stærsti dag­ur­inn er á mánu­dag­inn þegar við fljúg­um al­veg frá klukk­an sjö um morg­un­inn og fram á kvöld,“ seg­ir Ásgeir. „Það eru […]

Melgresisbrekkan – þjóðhátíðarlag BEST

BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir heldur áfram með verkefnið sitt “Eitt lag á mánuði.” Nú er komið að sjöunda laginu, lagi júlímánaðar og jafnframt þjóðhátíðarlagi BEST. Lagið heitir “Melgresisbrekkan (engin orð nógu stór)” eftir Ágúst Óskar Gústafsson við texta Geirs Reynissonar sem syngur lagið sjálfur. Það er Skipalyftan sem bíður okkur […]

Séra Bjössi og Ingi Bauer skemmta á Þjóðhátíð

Dagskrá Þjóðhátíðar er nú fullmótuð og stefnir í stórkostlega Þjóðhátíð – síðustu tvö nöfnin sem tilkynnt eru: Séra Bjössi og Ingi Bauer. Snillingarnir í Séra Bjössa komu óvænt og hratt fram á sjónarsviðið í fyrra með smellinum Djamm Queen og hafa síðan sigrað yngri kynslóð landsins með vel grípandi textum og sterkum takti. Ingi Bauer […]

Skráningu að ljúka í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð

Það eru aðeins örfá pláss eftir fyrir þátttakendur í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð og því fer hver að vera síðastur að komast að. Skráning fer fram inn á dalurinn.is og er keppt í tveimur aldursflokkum. Annars vegar eru það börn fædd 2011 og síðar, og hins vegar eru það börn fædd 2006-2010. Linkur á skráningu https://dalurinn.is/is/read/2019-07-01/skraning-hafin-i-songvakeppni-barna-a-thjodhatid (meira…)

Menningargripur sem ætti að vera skyldueign á hverju einasta Eyjaheimili

Laufey Jörgensdóttir fékk góða hugmynd á vormánuðum í fyrra þegar hún var eitthvað að brasa og fannst skrásetning þjóðhátíðarlaganna ekki nógu góð. Henni fannst við þurfa bæði að varðveita og lyfta betur upp þessum menningararfi okkar Eyjamanna. Hún tók málið í sínar hendur og núna í júlí kemur út bókin Undur fagra ævintýr, bók sem […]

Áfram verði tjaldað í Áshamrinum á komandi Þjóðhátíð

Á 308. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær 8. júlí lagði starfshópur um framtíðarskipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð fram tillögur sínar. Í starfshópinn voru skipuð Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Páll Scheving ásamt framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa. Starfshópi var falið að koma með tillögur að framtíðar tjaldsvæði í […]

Bjartmar semur þjóðhátíðarlagið í ár

Bjartmar Guðlaugsson semur þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið heitir Eyjarós og segir hann það höfða sérstaklega til þeirra sem hafa orðið ástfangin í Eyjum. Það eru þrjátíu ár síðan Bjartmar samdi síðast Þjóðhátíðarlag en það var textinn við lagið Í Brekkunni sem hann samdi með Jóni Ólafssyni. Eyjarós verður frumflutt í byrjun júní á öllum helstu […]