Áformað að stækka miðbæinn út í hraun

Svæði sem í dag er undir hrauni verður í boði fyrir verslun, þjónustu og íbúðir ef áform bæjaryfirvalda ganga eftir samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins. Málið var tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem samþykkt var að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að skrifa minnisblað um hvernig standa skuli að því að útbúa lóðir á svæðinu. Svæðið […]
Staðan á skipulagsmálum í Vestmannaeyjum og hvað er framundan

Mikil uppbygging hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu sem er mikið gleðiefni. Í dag eru aðeins 15 lóðir lausar fyrir einbýlishús en engar fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir frístundahús. Árið 2020 voru 33 lausar lóðir en frá þeim tíma hefur verið gert nýtt deiliskipulag og lóðir auglýstar í Áshamrinum, athafnasvæði […]
Óeining um stækkun lóðar í botni

Strandvegur 104, Umsókn um stækkun lóðar og byggingarreits var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni sem leið. Tekið var fyrir frestað erindi. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis við Eiðið vesturhluti H-2 sem felur í sér stækkun á lóð og byggingareit Strandvegs 104, fyrir liggur umsögn framkvæmda- og hafnarráðs dags. 8.2.2022. […]
Landgræðsla á Heimaey með laxamykju

Icelandic Land Farmed Salmon, landgræðslan og Vestmannaeyjabær hafa unnið að samkomulagi varðandi landgræðslu á Heimaey með laxamykju. Samkomulagsdrög voru lögð fram til kynningar á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Icelandic Land Farmed Salmon ehf. vinnur að undirbúningi á landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að seiðaframleiðsla og matfiskaeldi muni fara […]
Dregið um lóðir á nýju athafnasvæði

Dregið var um lóðir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í fyrstu úthutun athafnasvæðis við flugvöll (AT-3). Allst bárust 8 umsóknir, flestir sóttu um fleiri en eina lóð. Tvær lóðir þurfti að draga um, lóðir nr. 9 og 10. Umsækjendur voru: Lóð 9: Steini og Olli Gröfuþjónustan Brinks ehf. Svanur Örn Tómasson Lóð 10: Steini og […]
Fá ekki að byggja bílskúr í frístundabyggð

Hópur lóðarhafa í frístundarbyggð við Ofanleiti sendi erindi til Umhverfis og skipulagsráðs þar sem óskað var eftir breytingum á deiliskipulagi svæðisins. Áskorun hópsins má sjá hér að neðan: “Áskorun til bæjaryfirvalda Við undirritud íbúar og eigendur húsa og lóða við Ofanleitisveg óskum eftir breytingu á skipulagi því sem gert var 1996 að við teljum. Deiluskipulagið […]
Sjósundsaðstaða í Höfðavík

Aðstaða til sjósunds í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Mikill sjósundsáhugi er á Íslandi og eru Vestmannaeyjar ekki þar undanskilin. Undanfarin misseri hafa margir eyjamenn og gestir stundað sjósund úr Klaufinni. Umræða hefur verið um að bæta þurfi aðstöðu sem mun nýtast heimamönnum og ferðamönnum sem hingað koma. […]
Básahúsinu breytt

Á 264. fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja þann 22. júní síðastliðinn var tekið fyrir erindi um breytta notkun hina svokölluðu “Bása”. Var það fyrirtækið 13. Braut ehf. sem sótti um að breyta notkun á nyrsta hluta húsnæðis að Básaskersbryggju 3, Básahússins. Um var að ræða ósk um breytingu fyrir íbúðir á 2. og 3. hæð […]
Búhamar byggist

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja, sem haldinn var þann 28. júní s.l., var síðustu lausu lóðunum í Búhamri úthlutað. Teknar voru fyrir fjórar umsóknir um lausar lóðir frá fyrirtækinu 13. braut ehf. Var það lóðunum Búhamar 22, 54, 56 og 80 sem var úthlutað að þessu sinni og eru það síðustu lausu lóðirnar […]
Vilja selja Vestmannaeyjabæ Dalabúið

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 28. júní s.l. var tekið til afgreiðslu eftir formlega auglýsingu nýtt deiliskipulag athafnasvæðis austan við norðurenda flugbrautarinnar. Skipulagið var unnið af Alta verkfræðiþjónustu og hafði lokið formlegri kynningu í samræmi við skipulagslög. Frestur til þess að gera athugasemdir var til 12. júní s.l. Ein athugasemd barst að […]