Margt forvitnilegt framundan hjá Visku

Haustdagskrá Visku 2024 er orðin nokkuð skýr og margt spennandi í boði. Að sögn Minnu Ágústsdóttur, forstöðumanns verða íslenskunámskeiðin á sínum stað og hefjast vikuna 9.-13. september. Kennt er tvisvar í viku og eru þetta 40 stunda námskeið bæði á level 1 og 2.  „Sara Vilbergsdóttir kemur til okkar með námskeið í pappamassagerð sem er […]

Frekar spennt að læra að lesa og skrifa

Ásgeir Ingi Haukdal Birkisson  Aldur: 5 ára.  Fjölskylda: Pabbi heitir Birkir, mamma heitir Lísa og systur mínar heita Selma Dís og Sunna Karen.  Hvað gerðir þú í sumar? Ég fór oft út að hjóla, ferðalag í hjólhýsinu okkar og svo fór ég á Þjóðhátíð.  Ertu spenntur að byrja í skólanum? Já, frekar spenntur.  Hvað gerir […]

Stórt hrós á sjálfboðaliða ÍBV

Dagur Arnarsson komst í fréttirnar um Þjóðhátíðina, þegar að hann komst naumlega undan brettastæðu sem hrundi úr brennunni á Fjósakletti. Dagur er í genginu sem skvettir olíu á brennuna, en aðstæður voru erfiðar þetta kvöld og því hrundi brennan fram. Þá er Dagur í handboltaliði ÍBV og þar æfa menn af krafti þessa dagana enda […]

Á lúsmýið séns í Eyjar?

Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á landann í að verða áratug núna og er orðinn fastagestur hjá fjölmiðlum á sumrin. Mikil umræða myndast um mýið hvert sumar og þá er ekkert haldið aftur af henni á Facebook-hópnum „Lúsmý á Íslandi“ sem er með hátt í sextán þúsund meðlimi. Þar deilir fólk reynslusögum af bitum, úrræðum og […]

Fullkominn dagur á Eyjunni fögru

Hjónaleysin Þorgerður Anna Atladóttir og Svavar Kári Grétarsson gengu í það heilaga 13. júlí í  Landakirkju í Vestmannaeyjum og slógu upp mikilli veislu í Höllinni um kvöldið. Allt gert til að gera helgina sem eftirminnilegasta og einn þáttur var að fá Guðmund Guðmundsson til að mæta með brúðarbílinn eina sanna, Oldsmobile árgerð 1948 sem hann […]

Ljúfur vetur framundan í FÍV

„Árið leggst vel í okkur og ég held að þetta verði ljúfur og krefjandi vetur. Við erum alltaf að vinna með grunnþætti menntunar og höfum verið að vinna mikið með lýðræðið og sjálfbærni en núna verður í byrjun annar áhersla á fjölmenningu og byrjar skólaárið með japanskri þemaviku og fáum hingað gesti frá Japan,“ segir […]

Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar fyrir viku. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]

Tyrkjaránið hefur átt hug hans allan í þrjátíu ár

Adam Nichols er prófessor við Marylandháskólann í Bandaríkjunum en hann var staddur í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Hann hefur, ásamt Karli Smára Hreinssyni, íslenskufræðingi, þýtt Reisubók Ólafs Egilssonar, sem er frásögn hins hernumda prests frá því ræningjarnir gengu á land í Vestmannaeyjum, af afdrifum hans í Barbaríinu og hvernig hann komst aftur heim til Eyja. […]

Enginn fór sér að voða og enginn varð fyrir hrekk

Rétt fyrir Þjóðhátíð hittust nokkrir félagar úr Hrekkjalómafélaginu og gerðu sér glaðan dag.   Ásmundur Friðriksson segir það hafi verið ótrúlega skemmtilegt fyrir þá félagana að hittast og rifja upp gamla tíma. „Vökva vináttuna og hlægja mikið saman.”  Hann segir að það hafi verið orðið langt síðan þeir áttu saman kvöldstund. „Þar sem við gáfum lífinu […]

Fannst fyndið að sjá myndir af sjálfri sér í tjöldunum

Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta í byrjun mánaðar og var mætt degi síðar, ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni á setningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hún ákvað að sitt fyrsta verk yrði að mæta á Þjóðhátíð áður en hún áttaði sig á því að 150 ár væru liðin frá fyrstu hátíðinni en segir þau tímamót hafa […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.