Forsala á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Forsala á nýrri útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum verður í anddyri Safnahússins í dag fimmtudaginn 15.okt. milli kl. 13 og 18. Þar verður bókin boðin á sérstöku kynningarverði, kr. 4000. Þeir sem þegar hafa skráð sig á forsölulista eru beðnir að koma í anddyrið á umræddum tíma og nálgast […]

Vestmannaeyjar

Það er alltaf gaman að því þegar tónlistarperlum okkar Eyjamanna er gert hátt undir höfði. Athafnamaðurinn Magnús Bragason á frumkvæði af þessari skemmtilegu útsetningu á laginu Vestmannaeyjar eftir Arnór Helgason en Gísli bróðir hans gerði laginu skil með blokkflautuleik sínum. Það er best að gefa Magnúsi orðið:   (meira…)

Höldum Þjóðhátíð með Eyjasonum

Hljómsveitin Eyjasynir var stofnuð í lok síðasta árs en hana skipa Daníel Franz Davíðsson, Arnþór Ingi Pálsson, Bogi Matt Harðarson, Einar Örn Valsson, Símon Þór Sigurðsson, Eldur Antoníus Hansen og Elísa Elíasdóttir. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa verið duglegir við útgáfu á árinu og voru í dag að gefa frá sér lagið Höldum Þjóðhátíð, lag og texti […]

Sigurgeir með nýja bók

Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði hefur verið iðinn á undanförnum árum að gefa út bækur sem tengjast mannlífi og staðháttum í Vestmannaeyjum. Nú sendir hann frá sér nýja bók sem heitir Vestmannaeyjar – af fólki og fuglum og ýmsu fleiru. Þar kennir margra grasa en hvað fyrirferðarmest er þó upprifjun á æskuárunum fyrir ofan hraun og […]

“Sagan okkar” með Eyja sonum komið út

Annað lagið frá Eyja sonum er komið út. Lagið heitir Sagan okkar og er lag og texti eftir Daníel Franz Davíðsson. Hljómsveitar meðlimir: Daníel Franz Davíðsson gítar og söngur. Elísa Elíasdóttir. Söngur. Arnþór Ingi Pálsson Gítar, Eldur Antoníus Hansen. Bassi. Einar Örn Valsson. Trommur. Bogi Matt Harðarsson. Hljómborð. Símon Þór Sigurðsson. Slagverk og umboðsmaður. Bókanir […]

Heimaklettur með Eyjasonum komið út

Hljómsveitin Eyjasynir sendi í morgun frá sér skemmtlegt myndband við lagði sitt Heimaklettur. Lag og Texti: Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir og Daníel Franz Davíðisson. Myndataka: Ásmundur Ari Pálsson, Einar Örn Valsson og Símon Þór Sigurðsson. Upptaka lags: Arnar Júlíusson. Sérstakar þakkir: Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir Arnar Júlíusson Birgir Nielsen Þórsson Tónlistarskóli Ve Mamma og pabbi Einars fyrir […]

Eyjasynir gefa út fjögur lög

Hljómsveitin Eyjasynir var stofnuð í lok síðasta árs en stofnendur eru þeir Daníel Franz Davíðsson, Arnþór Ingi Pálsson, Bogi Matt Harðarson og Einar Örn Valsson. Seinna bættust svo við þau Eldur Antoníus Hansen og Elísa Elíasdóttir. Krakkarnir stefna á útgáfu á fjórum lögum á næstu vikum það fyrsta kemur út föstudaginn 29. maí. Við höfðum […]

Sara Renee sendir frá sér nýtt lag: Misst af þér

Hin unga og stórgóða vestmannaeyska söngkona Sara Renee Griffin sendi í gærkvöldi frá sér nýtt lag. Lagið heitir Misst af þér og er lag og texti eftir Fannar Frey Magnússon. Lagið er aðgengilegt á streymisveitunni Spotify og má hlusta á hér að neðan. (meira…)

Óli Jóns gefur út sína þriðju bók

Í dag kemur út þriðja bókin eftir rithöfundinn Ólaf Jónsson bókin er líkt og fyrri bækur sett saman af nokkrum smásögum. Óli sagði í samtali við Eyjafréttir að bókin væri góð blanda af spennusögum og venjulegum sögum. Óli er spenntur fyrir útkomu bókarinnar en hún hefur verið í vinnslu í nokkur ár en síðasta bók […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.