Hafa undirritað viljayfirlýsingu um neysluvatnslögn

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kom að Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær þar að skipa […]

Viljayfirlýsingu um vatnslögn að vænta

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær en fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa, í samstarfi við HS Veitur, átt fund með fulltrúum útgerðar Hugins VE þar sem leitast var eftir frekari bótagreiðslum til að tryggja skaðleysi íbúa Vestmannaeyjabæjar sem notendur vatnsveitunnar, vegna tjónsins sem varð á lögninni. Málið skýrist vonandi á næstu dögum. […]

Tjón á neyslulögn til umræðu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var til umræðu tjón á neyslulögn. Fram kom að vátryggingafélag útgerðarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu vegna tjónsins á neysluvatnslögninni og eiga bætur að koma til greiðslu á árinu 2024. Ljóst er að tjónið er langt umfram hámark vátryggingabóta og munu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna funda með Vinnslustöðinni í næstu […]

Innviðaráðuneytið hefur milligöngu um viðgerð á vatnslögn

Tjón á neysluvatnslögn var meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni sem leið. Fram kom að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa verið í samtali við innviðaráðuneytið sem mun hafa milligöngu um tvíhliða viljayfirlýsingu vegna viðgerðar á tjónuðu vatnslögninni og lagningu nýrrar vatnsleiðslu í samráði við HS Veitur. Einnig verður unnið að frekari framtíðarsýn fyrir vatnsveituna […]

Eyverjar skora á ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins

Aðalfundur Eyverja félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum fór fram í gær. Arnar Gauti Egilsson var endurkjörinn formaður stjórnar og með honum í stjórn sitja þau Anika Hera Hannesdóttir, Garðar B. Sigurjónsson, Guðný Rún Gísladóttir og Reynir Þór Egilsson. Auk þess sem kosin var ný stjórn sendi fundurinn frá sér eftirfarandi stjórnarályktun. “Vestmannaeyjar eru raunhagkerfi. Pattstöðuna […]

Sjó úr borholu breytt hið fínasta drykkjarvatn

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar. Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson, játaði fúslega að hafa verið býsna efins um að […]

Sjópróf vegna vatnsleiðslunnar hafin

Sjópróf vegna skemmda á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja hófust í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar skemmdir urðu á 50 metra kafla á leiðslunni þegar Huginn VE festi akkeri í henni í nóvember. Frá þessu er greint á RÚV.is. Þar segir að sjópróf séu haldin fyrir héraðsdómi og geta ýmsir krafist þeirra. Til dæmis rannsóknanefnd samgönguslysa, eigandi skips, […]

Ágreiningur milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Fram koma að ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á […]

Rætt um stöðu vatnslagnar

eyjar-vatnsleidsla.jpg

Bæjarráð ræddi um stöðu vatnsveitumála í Vestmanneyjum og þá afstöðu HS Veitna sem liggja fyrir í bréfum félagsins til sveitarfélagsins vegna viðgerðar á neðansjávarlögninni til Eyja. Fulltrúar sveitarfélagsins og HS-Veitna munu funda með innviðaráðuneytinu í vikunni til að fara yfir stöðuna sem upp er komin. Niðurstaða Bæjarráð telur nauðsynlegt að halda til haga að árið […]

Sjóhreinsibúnaður tengdur landvinnslunni

Hafist var handa í gær við að tengja nýjan sjóhreinsibúnað við vatnskerfi landvinnslunnar Vinnslustöðvarinnar. Tækin eru í gámi sem komið var fyrir á sínum stað á athafnasvæðið fyrirtækisins og verða tekin í gagnið innan tíðar. Þeim er ætlað að breyta sjó í eins hreint drykkjarvatn og unnt er yfirleitt að fá! „Við leggjum rafmagn að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.