Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kom að Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær þar að skipa í tvo vinnuhópa samkvæmt viljayfirlýsingunni.
Bæjarráð lýsir í niðustöðu sinni ánægju með að viljayfirlýsing hafi verið undirrituð enda mjög mikilvægt að vinna haldi áfram við allt sem við kemur vatnsleiðslu bæði viðgerðir og lagning á nýrri lögn milli lands og Eyja.
Samkvæmt viljayfirlýsingu skipar bæjarráð í tvo hópa.
Bæjarráð skipar Brynjar Ólafsson framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs í undirbúningshóp um nýja vatnslögn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
Einnig skipar bæjarráð Garðar Jónsson sérfæðing og Drífu Gunnarsdóttir framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs í vinnuhóp sem sinnir gagnaöflun vegna mögulegrar innlausnar á Vatnsveitu Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær hefur ekki tekið formlega afstöðu til innlausnar á vatnsveitunni enda ekki til fyrirliggjandi gögn sem hægt er að byggja ákvörðun á.
ViljayfirlýsingVestmannaeyjabæjarogHSVeitnaummálefniva (1) (002).pdf
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst