Bæta lýsingu í innsiglingu

Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Á fundi ráðsins þann 7. desember 2022 var hafnarstjóra falið að skoða útfærslur og kostnað við að bæta lýsingu í innsiglingu. Hafnarstjóri fól Lisku að koma með hugmyndir að lausn. Ekki hefur verið kannaður kostnaður verksins. Ráðið fól í niðurstöðu sinni […]

Annað samvinnuverkefni sem prýðir hafnarsvæðið

Á hafnarsvæðinu er búið að setja upp sex rusladalla sem líta út eins og Urðaviti fyrir gos. Á facebook síður Vestmannaeyjahafnar kemur fram að rusladallarnir séu enn eitt samvinnuverkefnið sem við höfum unnið að í sumar. Búið var að reyna að finna fallegar tunnur sem myndu hæfa svæðinu okkar en ekkert gekk. Kom þá upp […]

Auknar öryggisreglur í höfninni

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær var eitt erindi á dagskrá þar sem skemmtiferðaskip og leyfi fyrir slöngubáta voru tekin fyrir. Í fundargerð segir að hafnarstjóri hafi farið yfir stöðuna varðandi sjósetningu slöngubáta og kajaka frá skemmtiferðaskipum. Niðurstaða ráðsins er sú að hafnarstjórn fer með yfirstjórn Vestmannaeyjahafnar þ.m.t. öryggismál innan hafnar sbr. m.a. 4. […]

Bekkir á hafnarsvæði til minnis um vélbátinn Olgu VE 239

Vélbáturinn Olga VE 239 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1920 og var á þeim tíma með stærri vélbátum eða 14 tonn. Bræðurnir Magnús, Guðmundur, Gunnar Marel og Þórður Jónssynir voru í hópi fremstu skipasmiða Vestmannaeyja á fyrstu áratugum 20. aldar. Magnús og Guðmundur smíðuðu Olgu í fjörunni við Skiphella. Báturinn sökk 7. mars árið 1941 […]

Fyrirhugaðar framkvæmdir í Vestmannaeyjahöfn

Á vefsíðu fiskifrétta er fjallað um þau verkefni sem Verkfræðistofan Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn við greiningu á höfninni sem byggðist m.a. á umsvifum undanfarinna ára sem og samtölum við hagsmunaaðila. Úttektin leiddi einkum þrennt í ljós; að mikil þörf væri á stærra gámasvæði við höfnin, bæta þyrfti við viðleguköntum og bæta aðgengi stærri skipa á […]

Breytingar á umferð við hafnarsvæði

Skipulagsfulltrúi lagði fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni fundargerð umferðarhóps frá fundi dagsettum 30. mars 2023. Umferðarhópur fjallaði m.a. um eftirfarandi erindi. – Umbætur á beyjuakrein á horni Strandvegs og Heiðarvegs. – Einstefnu á hafnarsvæði við Tangann. – Öryggi gangandi vegfarenda og merkingu gangbrauta við Herjólf. – Bílastæði fyrir stór ökutæki. Ráðið þakkar […]

Ekki hægt að taka á móti flutninga- og skemmtiferðaskipum vegna verkfalls

Boðað hefur verið til verkfalls hjá starfsmönnum hafnarinnar sem eru í Stafey dagana 25. maí, 1. júní og 8. júní. Verkfallið hefur áhrif á ákveðna þætti í rekstri hafnarinnar eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vestmannaeyjahöfn. Ef af þessu verkfalli verður, þá verður ekki hægt að taka á móti flutninga- og skemmtiferðaskipum þessa […]

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Í morgun kom fyrsta skemmtiferðaskipið til Vestmannaeyja þetta sumarið, þegar Sea Spirit lagðist að bryggju. Um borð í skipinu eru 112 farþegar og 73 í áhöfn. Á heimasíðu Vestmannaeyjahafnar má sjá allar bókanir sumarsins. (meira…)

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir verklag starfshóps fyrir Vestmannaeyjahöfn sem mun skila niðurstöðum í byrjun júní 2023. Starfshópur styðst við skýrslu EFLU. Fram kemur í niðrstöðu ráðsins að í skýrslunni er að finna margar og fjölbreyttar hugmyndir um framtíðarsýn hafnarsvæðisins í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.