Nýtt skipulag við Herjólf

Nýtt skipulag við ferjubryggju var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri lagði fram drög að skipulagi á stæðum fyrir fraktflutninga, rútur og biðlista fyrir farþega Herjólfs þar sem áður var Skildingavegur 4. Ráðið þakkar í niðuststöðu sinni fyrir kynninguna og felur hafnarstjóra að vinna skipulagið áfram í samráði við helstu […]

Fallið frá bryggju undir Löngu

Breytt Aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir hvar málið er statt í skipulagsferlinu og yfir þær umsagnir sem bárust. Einnig greindi hann frá íbúafundi sem haldinn var um málið þann 15. febrúar. Í niðurstöðu ráðsisn um málið segir eftri […]

Fengu 38 athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi fyrir hafnarsvæði

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sýnum þann 25. janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreitum fyrir hafnarsvæði. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum við tillöguna rann út 26. febrúar. Ánægð að fólk láti sig skipulagsmálin varða Dagný Hauksdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi staðfesti í samtali við Eyjafréttir […]

Miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum stórskipahafnar

Ég skrifa fyrir hönd SEA LIFE TRUST Beluga Whale Sanctuary til að lýsa eindregnum mótmælum okkar að fyrirhugaðri byggingu stórskipahöfns beint á móti Klettsvík. Sem stofnun, sem er tileinkuð velferð Mjaldra, höfum við miklar áhyggjur af hugsanlegum skaðlegum áhrifum sem þessi þróun myndi hafa á griðastað okkar og nágranna umhverfi. Bygging og rekstur stórskipahöfns í […]

Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti.

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu. Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru. Ferðamálasamtökin gera […]

Stór áform við höfnina

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035; Til að tryggja nægt athafnarými og viðlegukanta fyrir hafnarstarfsemi er unnið að nýjum valkostum fyrir nýja viðlegu- og stórskipakanta. Bæjarstjórn samþykkti þann 25. Janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu sem gerir ráð fyrir nýjum reitum fyrri hafnarstarfsemi. Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 er nú þegar gert ráð fyrir stórskipakanti og landfyllingu fyrir […]

Vilja lengja Kleifakant og hafnarkant í Gjábakkafjöru

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Á 296 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs var samþykkt tillaga hafnarstjóra um að samhliða aðalskipulagsbreytingu vegna Hörgaeyrargarðs verði farið í aðalskipulagsbreytingu sem snýr að lengingu á Kleifakanti í austur og hafnarkant í Gjábakkafjöru. Tillagan felur í sér að […]

Vilja nýta betur lóðir við höfnina

Lóðir innan hafnarsvæðis voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið, en á fundi ráðsins þann 27. september var starfsmönnum sviðsins falið að fara yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu. Hafnarstóri fór yfir drög að niðurstöðum starfsmanna sviðsins. Í niðurstöðu um málið kemur fram að ráðið felur hafnarstjóra að […]

Loka fyrir almenna umferð í Friðarhöfn

Skipulag við Friðarhöfn var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í liðinni viku. Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir við Friðarhöfn. Þar á meðal lokanir fyrir almenna umferð inn á vinnusvæði hafnar. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir kynninguna og er hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum og breyttu umferðarskipulagi. Botn-Gatnagerð_Lokun á almenna umferð á hafnarsvæði.pdf […]

Mikil vöntun á svæði fyrir hafnarstarfsemi

Lóðir innan hafnarsvæðis voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Fram kom að í skýrslu Eflu “Vestmannaeyjahöfn skipulagsgreining” kom fram að mikil vöntun er á auknu svæði fyrir hafnarstarfsemi. Hafnarstjóri leggur til að starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs fari yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu. Ráðið samþykkti í niðurstöðu […]