Stærð hafnarinnar hamlar skipakomum til Vestmannaeyja

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar sem framkvæmdastjóri greindi frá erindi Vestmannaeyjahafnar til Vegagerðarinnar vegna framtíðarþróunar hafnarinnar en þar kemur fram að þróun flutningaskipa og farþegaskipa hefur verið þannig að stærð og athafnasvæði hafnarinnar er farið að hamla komum skipa til Vestmannaeyja. Farið var fram á samstarf með Vegagerðinni til að meta framtíðarmöguleika […]

Viðbragsleysi hafnaryfirvalda ekki eðlilegt

Reglulega hafa borist fréttir af óeðlilegum fugladauða í fjörum í kringum Vestmannaeyjar. Náttúrustofu Suðurlands hafa borist fjöldi mynda og tilkynninga vegna þessa. Vegfarandi sem hafði samband við Eyjafréttir sagði töluvert magn af dauðum fugli í fjörunni undir Löngu. “Þetta var mest kollur og blikar en einnig mávar og ein stærðarinnar álft. Eitthvað að fuglunum hafði […]

Allt í plati

Það er gömul og góð hefð hjá fjölmiðlum og öðrum að reyna að fá fólk til að “hlaupa” 1. apríl. Við tókum að sjálfsögðu þátt í því í gær. En eins og flestir áttuðu sig á var frétt okkar í gær um niðurrif á Blátindi uppspuni frá rótum. Þó bárust bæði forsvarsmönnum Vestmannaeyjahafnar og kjörnum […]

Börn að leik

Fjöldi barna með veiðistangir hefur verið áberandi á og við Nausthamarsbryggjuna undan farna daga. Trillu sjómaður sem Eyjafréttir ræddi við sagðist ekki hafa séð svona mikið af krökkum á bryggjunum í mörg ár og þetta minnti hann á fyrri tíð þegar bryggjan var aðal leikvöllurinn. „Þetta er bara skemmtilegt á meðan þau fara varlega og […]

Tekist á um stjórnun hafnarinnar

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðin fimmtudag var Skipurit Vestmannaeyjahafnar til umræðu. Áður hafði verið málið verið til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarráði. sjá Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ Nýtt stöðugildi verulega rekstraríþyngjandi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að nýtt stöðugildi á framkvæmdasviði sem var samþykkt í fjárhagsáætlun yrði fyrst auglýst og metið hvernig sá […]

Vinstrið er við völd

Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi stofnaði meirihluti H- og E- lista nýtt svið í skipuriti Vestmannaeyjabæjar og setti að nýju á stöðu hafnarstjóra, stöðu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks sameinaði við stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sparaði sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir. Stöðugildið mun kosta sveitarfélagið 15 milljónir árlega. Mikil þensla í rekstri á krísutímum Yfirvofandi loðnubrestur […]

Kvalarfullur dauðdagi fyrir fuglana

Ófögur sjón blasti við vegfarendum um Skipasand um í síðustu viku. Þar mátti sjá mikið magn af olíublautum fuglum sem höfðu skriðið þar á land eftir að hafa orðið fyrir mengun í eða við Vestmannaeyjahöfn. Óskar Elías Sigurðsson uppstoppari og fuglaáhugamaður sagðist í samtali við Eyjafréttir hafa talið sex mismunandi tegundir í það minnsta sem […]

Tjón á Blát­indi eft­ir flakk um höfn­ina

Unnið er að því að ná vél­bátn­um Blát­indi VE upp, en hann sökk við bryggju í Vest­manna­eyj­um í óveðrinu á föstu­dag. Skipið var smíðað í Eyj­um 1947 og er friðað á grund­velli ald­urs sam­kvæmt lög­um um menn­ing­ar­minj­ar. Í um­fjöll­un um Blátind í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Krist­ín Hart­manns­dótt­ir, formaður fram­kvæmda- og hafn­ar­ráðs í Vest­manna­eyj­um, ljóst […]

Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ

Skipurit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði á þriðjudag. Starfshópur sem skipaður var á 236. fundi framkvæmda- og hafnarráðs skilaði minnisblaði um skipulag Vestmannaeyjahafnar þar sem fram koma hugmyndir að breyttu skipulag á starfsemi hafnarinnar. Tvær hugmyndir eru lagðar fram, annars vegar að ráðinn verði sérstakur hafnarstjóri sem heyrir beint undir bæjarstjóra eða […]

Vestmannaeyjahöfn gerir kauptilboð í Skildingaveg 4

Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í gær, þriðjudaginn 18. febrúar, var samþykkt að gera kauptilboð í húseignina Skildingavegur 4. Tilboðsfjárhæð er 30 milljónir króna. Ráðið óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði fjárveiting sem mætt verði með eigin fé Vestmannaeyjahafnar. Um er að ræða veiðafærakróna sem stendur vestan Skallabóls. Ólafur Snorrason, framkvæmdarstjóri Framkvæmda- og […]