Blátindur losnaði og flaut inn í höfn

Blátindur hefur losnað af festingum sínum og flotið til vesturs í átt að Vestmannaeyjahöfn. Háflóð var við Vestmannaeyjar klukkan 9:26. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar fóru á Lóðsinum og náðu bátnum en hann er að sögn viðstaddra við það að sökkva. Bátnum var komið fyrir við Skansinn 2018 en þá var hann færður í lægi sem útbúið var […]

Súlukast í höfninni í Eyjum (myndband)

Mikið súlukast hefur verið í Vestmannaeyjahöfn undanfarna daga. Virðist sem súlan sæki sér þar smá síld sem ratað hefur í höfnina. Súlan er stærsti sjófugl Evrópu með vænghaf milli 170 til 180 cm og fuglinn sjálfur um 90 til 100 cm langur. Þær steypa sér hátt úr lofti, úr 10 til 40 metra hæð og […]

Komur skemmtiferðaskipa

Það hefur sett svip sinn á bæjarbraginn þegar skemmtiferðaskip liggja við bryggju í Vestmannaeyjum í sumar. „Það eru komin 65 skip það sem af er sumri og fjögur skip eftir að koma. Það hafa verið átján skip sem þurftu að fara fram hjá í sumar, sem er óvanalega mikið sérstaklega miðað við hvað sumarið var […]

Mikið líf við höfnina

Skemmtiferðaskip setja skemmtilegan svip á bryggjuna og mannlífið í Vestmannaeyjum og hefur þeim farið fjölgandi milli ára undanfarin ár. „Það sem af er sumri hefur gengið mjög vel með skemmtiferðaskipin, þegar hafa komið 27 skip að bryggju og þrjú hafa lagst við akkeri og ferjað farþega í land þaðan,“ sagði Andrés Þ. Sigurðsson, yfirhafnsögumaður hjá […]