Vaktavinna í makríl í boði hjá VSV

Vinnslustöðin getur bætt við sig vaktavinnufólki uppsjávarhúsinu á makrílvertíðinni, meðal annars við pökkun og í vélum. Fólk með réttindi á lyftara er afar velkomið líka! „Það gerist gjarnan eftir Þjóðhátíð, og þegar skólar hefja starfsemi sína, að við þurfum að þétta raðirnar og auglýsa eftir fólki í stað skólanema sem hverfa á braut síðsumars. Þannig […]
Það hafa komið góðir kaflar

Skipum er að fjölga á makrílmiðunum suður af Vestmannaeyjum þessa dagana. Dagamunur er á veiðinni, góður afli hefur fengist suma daga en slakur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu. Huginn VE fór fyrstur til makrílveiða á miðunum suður af Eyjum, fyrir um hálfum mánuði, og skip Vinnslustöðvarinnar Kap VE og Ísleifur VE, hafa einnig stundað […]
Tölur toguðu í snyrtifræðinginn

Hana langaði alltaf til að læra snyrtifræði og lét það eftir sér. Fagið varð hins vegar ekki að brauðstriti því snyrtifræðingurinn er heillaður af tölum og hefur alltaf verið. Lovísa Inga Ágústsdóttir fær útrás með tölurnar í snyrtilegu bókhaldi á fjárreiðudeild Vinnslustöðvarinnar. „Ég elska tölur og að vinna með þær, því það er bara eitthvað […]
Þjóðhöfðingjar í brú Breka

Forsetar Þýskalands og Íslands, Frank-Walter Steinmeier og Guðni Th. Jóhannesson fóru um borð í togarann Breka VE í Vestmannaeyjahöfn í dag og áttu góða stund í brúnni ásamt eiginkonum sínum, Elke Büdenbender og Elizu Reid, og fjölmennu föruneyti. Magnús Ríkarðsson skipstjóri og Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri tóku á móti hinum tignum gestum fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar. […]
Brottrekinn Skagfirðingur í Kleifafrosti

„Ég kom fyrst til Vestmannaeyja á vertíð 1989 og heillaðist strax af staðnum. Hér gott að búa og þegar ég náði mér í Eyjadömuna Ölmu Eðvaldsdóttur var ekki aftur snúið. Annars er ég fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en tel mig vera brottrækan Skagfirðing af því ég er hvorki hestamaður né söngmaður!“ Friðrik Stefánsson starfar […]
Breki snurfusaður fyrir sjómannahátíðina

Allir halda glaðir upp á sjómannadaginn, þvegnir og stroknir. Breki VE fékk sína snyrtingu eins og aðrir. Gleðilega hátíð! (meira…)
Fiskur árgangsins ekki veiddur og því ekkert að sýna

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar síðastliðinn miðvikudag, 24. apríl, og fóru fjölfróð og ánægð heim, beint úr kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni! Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. Það fór sem […]
Tilraunaveiðar á humri í gildrur

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hyggst í sumar undirbúa og jafnvel hefja tilraunaveiðar á humri í gildrur. Humarinn yrði síðan fluttur lifandi úr landi og boðinn viðskiptavinum á veitingahúsum, væntanlega að mestu á meginlandi Evrópu til að byrja með. Humarkvóti er í sögulegu lágmarki og kom fram í ræðu sem Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, flutti á […]
Góðum aflabrögðum fagnað með kökum og kruðeríi

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu. Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins […]
Kolmunni snýr hjólum bræðslunnar eftir þriggja mánaða stopp

Kolmunna af miðum við Írland er tekið fagnandi í fiskimjölsverksmiðju VSV. Byrjað var að bræða tæplega 2.000 tonna farm úr Huginn VE að morgni sunnudags 3. mars. Ætla má að sá afli endist verksmiðjunni fram á aðfaranótt miðvikudagsins. „Við höfum lengi beðið eftir því að fá hjólin í gang hjá okkur á nýjan leik. Hér […]