Fyrsta loðnan í þrjú ár

Kap VE kom í land í gærkvöldi með 250 tonn af loðnu en um er að ræða fyrsta loðnufarminn sem landað er í Vestmannaeyjum tæp þrjú ár. “Þeir fengu þetta í tveimur köstum,” sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni honum hafði ekki borist neinar fregnir af hrognafyllingu í loðnunni. “Það er bara verið að byrja að […]

Glæsilegt starfsmannarými VSV í Króki tekið í gagnið

Hluti starfsmannarýmis í nýrri tengibyggingu Vinnslustöðvarinnar, Króki í Hafnargötu, var tekinn í notkun í dag. Starfsmenn í uppsjávarvinnslunni njóta einir herlegheitanna til að byrja með, það er að segja menn á vöktum á loðnuvertíð sem vonandi hefst í lok vikunnar eða í byrjun þeirrar næstu. Þannig verður líka hægt að aðgreina starfsmannahópa í fiskvinnslu VSV […]

Af óveiddri loðnu, ónotuðum loðnustígvélum og Magnúsi & Eyjólfi

„Eyjólfur félagi minn Guðjónsson harðbannaði mér að fara í loðnustígvélin mín í ár því ella fyndist ekki loðna. Það hvarflaði ekki annað að mér en hlýða og viti menn; loðna fannst og við erum fullir bjartsýni um að miklu meira komi í leitirnar svo við fáum fyrirtaks vertíð. Stígvélunum hendi ég ekki en tók þau […]

Vetrarvertíð byrjar með bullandi veiði og trukki

„Fyrsti veiðidagurinn okkar var 10. janúar og við höfum fengið þetta sjö til níu tonn á dag en aflinn í gær var tuttugu tonn og verður enn meiri í dag. Það er með öðrum orðum bullandi veiði og mætti halda að kominn væri marsmánuður en ekki miður janúar! Vetrarvertíðin byrjar af meiri krafti nú en […]

Vetrarvertíð byrjar með bullandi veiði og trukki

„Fyrsti veiðidagurinn okkar var 10. janúar og við höfum fengið þetta sjö til níu tonn á dag en aflinn í gær var tuttugu tonn og verður enn meiri í dag. Það er með öðrum orðum bullandi veiði og mætti halda að kominn væri marsmánuður en ekki miður janúar! Vetrarvertíðin byrjar af meiri krafti nú en […]

Guli furðuþorskurinn af Drangavík á vinsældatoppi mbl.is árið 2020

Frétt á Vinnslustöðvarvefnum um „gulasta fisk íslenska þorskstofnsins“ var birt í framhaldinu í 200 mílum á fréttavefnum mbl.is og reyndist sú mest lesna þar á bæ á öllu árinu 2020!. Þannig greinir mbl.is frá tíðindunum 10. janúar 2021. Áhöfnin á Drangavík, VSV-vefurinn og Gunnar Jónsson fiskifræðingur skrá sig þar með sameiginlega í sögubækur ársins 2020 að […]

Fisk­vinnsla, tank­ar og tækninýj­ung­ar í Eyj­um

Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið hjá stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um í Vest­manna­eyj­um, Ísfé­lag­inu, Vinnslu­stöðinni og Leo Sea­food, á síðustu árum og eru þau enn að. Fjallað er um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag. „Í frysti­hús­inu byggðum við frysti­klefa og flokk­un­ar­stöð á ár­un­um 2015 og 2016. Í FES, bræðslunni okk­ar, byggðum við einn stór­an hrá­efn­istank 2013 og fjóra […]

Binni lítur um öxl og kveður árið 2020 + myndaveisla

Árið 2020 er árið sem allir munu muna eftir. Árið sem heimurinn breyttist í einu vetfangi með COVID 19 farsóttinni. Við urðum að breyta öllu okkar háttarlagi og verklagi til lands og sjávar nánast á einni nóttu. Við hittum viðskiptavini okkar og skipulögðum sölustarfsemi á fjarfundum. Við tókum sjaldan á móti gestum og lokuðum okkur […]

Gleðilega hátíð!

Bjallan á VSV-húsinu og kertið við Fiskimjölsverksmiðju VSV eru sýnilegir boðberar hins sanna jólaanda og lýsa upp tilveruna í svartasta skammdeginu í bænum okkar. Hvoru tveggja á sér sögu og er liður í aðventu- og jólahefð Vestmannaeyja. Reykháfurinn var reistur við bræðsluna sumarið 1925, mikið mannvirki og stöndugt. Hann hefur fyrir löngu lokið upphaflegu hlutverki […]

Olla kveður Vinnslustöðina eftir að hafa starfað þar í nær hálfa öld

„Auðvitað er tilveran undarleg á köflum. Ég sakna vinnunnar og vinnufélaganna en þegar illa viðrar er vissulega þægilegt að geta bara verið heima í hlýjunni! Mér hefur annars alltaf líkað vel í fiskvinnslu og Vinnslustöðin var alltaf góður vinnustaður,“ segir Ólöf Hauksdóttir – Olla, fiskverkakona sem lét nýlega af störfum í Vinnslustöðinni. Hún fór að […]