Lítið að frétta af makrílnum

„Merki voru um breytta hegðun makríls í hafinu í fyrra en nú gerist eitthvað allt annars eðlis en við höfum upplifað áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, um þá staðreynd að makrílfloti landsmanna er kominn í Smuguna (alþjóðlegt/opið hafsvæði austan við Svalbarða) en finnur þar lítið. Þar á meðal eru Ísleifur VE, Kap VE […]
Úr gæðaeftirliti makríls áleiðis í flugvélaverkfræði

„Flugvélar hafa heillað mig lengi. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en draumurinn er einfaldlega að starfa í framtíðinni við að hanna flugvélar. Ég kann ekki að skýra þennan áhuga en þannig er þetta bara og ég ætla að leggja hart mér til að láta drauminn rætast,“ segir Hafdís Magnúsdóttir, verkfræðinemi og sumarstarfsmaður í uppsjávarvinnslu VSV. Hún […]
Aksjón í vinnslunni skemmtilegri en hangs við tölvuskjá

Marta Möller er tökubarn Vinnslustöðvarinnar þannig séð. Látum samt fljóta með að hún er dóttir Rutar Ágústsdóttur og Jakobs Möller en ólst upp í grennd við Vinnslustöðina og í henni. Marta reyndi fyrir sér á öðrum starfsvettvangi en sogaðist aftur að Vinnslustöðinni, er þar orðinn verkstjóri í botnfiski og humri og nýtur tilverunnar. „Pabbi flutti […]
VSV-humar fyrirsæta í kennsluefni

„Ég er mættur hingað til að safna myndum í kennsluefni fyrir framhaldsskólanema. Margsannað mál er að góðar myndir segja meira en mörg orð og það á afar vel við hér,“ sagði Hörður Sævaldsson, lektor í auðlindadeild Háskólans á Akureyri, á dögunum þegar hann leit inn í humarvinnslu VSV og „skaut“ í allar áttir þar sem […]
Verðandi hugbúnaðarverkfræðingur á makrílvaktinni

„Vinkona mín vann í uppsjávarhúsi VSV 2018. Þegar kom að því að vinkonur hennar sem með henni unnu færu í skóla þegar leið á sumarið hafði hún samband við mig og bauð mér að koma til Eyja og vinna með sér. Mér leist ekki vel á hugmyndina í fyrstu en sló til og nú er […]
Ástir samlyndra í fiskvinnslu

„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér. Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á […]
Breki til veiða á ný eftir málningar- og viðhaldsstopp

Togarinn Breki VE lagði úr höfn í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrstu veiðiferð eftir stopp í hálfan annað mánuð. Skipið var tekið í slipp í Reykjavík og málað hátt og lágt. Þá var fjarlægt skilrúm í lest sem bætir starfsaðstæður og eykur pláss svo hægt væri að bæta við nokkrum körum af fiski. Enn fremur […]
6.000 tonn af makríl komin í hús

„Makrílvertíðin hefur verið sveiflukennd en í heildina tekið gengur hún samkvæmt áætlun. Við höfum tekið við um 6.000 tonnum til vinnslu frá og með fyrstu löndun 12. júní,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. „Vertíð byrjaði vel, svo kom kafli þar sem veiði var dræm en meiri kraftur færðist í þær undanfarna tvo sólarhring. Landað […]
Vinnslustöðin tilkynnir um nýjar ráðstafanir vegna COVID

Vinnslustöðin tilkynnir um nýjar ráðstafanir vegna COVID Vinnslustöðin birti í dag ráðstafanir sem gripið er til vegna þess að „aftur er farið að bera á COVID-19 smitum í landinu, bæði við landamæri og innanlands“, eins og orðrétt segir í tilkynningu til starfsfólksins.Starfsmenn sem koma erlendis frá geta mætt til vinnu að því gefnu að niðurstaða […]
Málmsuða i höfn og stefnt næst á vélstjórann

„Ég fór í raunfærnimat fyrir norðan og fékk málmsuðuréttindin þannig. Upphaflega byrjaði ég í vélstjórnarnámi en hafði bara engan áhuga á því þá að sitja á skólabekk. Sé hins vegar núna að gott væri að hafa vélstjórann. Ætli endi ekki með því að ég taki hann líka,“ segir Sigdór Yngvi Kristinsson, starfsmaður Hafnareyrar, nýútskrifaður með […]