150 sóttu um 30 sumarstörf hjá VSV

Áður tíðkaðist að nán­ast all­ir sem sóttu um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um fengju vinnu og hef­ur þurft að sækja mann­skap til þess að upp­fylla þörf fyr­ir­tæk­is­ins. Þessi staða hef­ur held­ur bet­ur breyst og sóttu nú 150 ein­stak­ling­ar um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni, en aðeins 30 voru ráðnir til starfa, seg­ir í svari Lilju Bjarg­ar Arn­gríms­dótt­ur, […]

Vinnslustöðin heldur kröfunni til streitu

Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa […]

Markaðsstarf og nýuppgötvuð færni í eldamennsku á veirutímum

„Sala frystra sjávarafurða í verslunum í Frakklandi hefur aukist um 108% frá því stjórnvöld settu á útgöngubann 17. mars 2020. Neytendur bregðast eðlilega við ástandinu með því að kaupa matvöru sem hægt er að geyma lengi og elda heima þegar veitingastaðir eru lokaðir. Þá sjáum við það gerast í verslunum að fólk er hvatt til […]

Sóttvarnir í Vinnslustöðinni ganga vonum framar

Engin kórónaveirusmit hafa greinst í landvinnslu VSV, skipum, erlendum sölufyrirtækjum eða í Grupeixe saltfiskfyrirtæki VSV í Portúgal. Tveir sjómenn greindust með smit en annar var í fríi og hinn í sóttkví og aðrir í áhöfn voru því ekki í smithættu. Smit greindist í dótturfélagi VSV, Hafnareyri, og þar fóru því nokkrir starfsmenn í sóttkví. Starfsfólk HSU í […]

Saltfiskmet á met ofan

Starfsfólk í saltfiskvinnslu VSV pakkaði 54 tonnum af afurðum síðastliðinn laugardag, 28. mars,  og bætti þar með met frá því í fyrri viku sem greint var frá á vef Vinnslustöðvarinnar. Ekki nóg með það. Í gær (mánudag) voru söltuð niður liðlega 130 tonn af fiski í Vinnslustöðinni. Engin dæmi eru finnanleg um slíkt áður hjá […]

Aldrei verið loðnulaust tvö ár í röð

Vestmannaeyjar hafa á síðustu árum verið stærsta löndunarhöfn loðnu, en milli 2016 og 2018 voru 29% aflans landað þar, og kæmi áframhaldandi loðnubrestur því einna harðast niður á sveitarfélaginu að því er segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Vísar bankinn í að nú eru horfur á að ekkert verði af loðnuvertíð á þessu ári, annað árið […]

Stærsti hluthafinn í VSV krefst rannsóknar á eignatilfærslum tengdum Brimi hf.

Seil ehf., stærsti hluthafi í Vinnslustöðinni hf. og hluthafi í Landsbankanum hf., leggur til við aðalfund Landsbankans hf. á morgun, fimmtudaginn 4. apríl, að rannsökuð verði aðkoma bankans og starfsmanna hans að tiltekinni tilfærslu eigna og eignarhluta félaga sem Guðmundur Kristjánsson átti að öllu leyti eða að hluta. Vísað er þar til Línuskipa ehf. (síðar […]

Tortóla-dylgjum vísað til föðurhúsa

Í Morgunblaðinu 29. nóvember 2018, og á mbl.is í kjölfarið, er haft eftir Magnúsi Helga Árnasyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Vinnslustöðinni, að hann hafi sagt sig úr stjórn fyrr í vetur vegna tregðu annarra stjórnarmanna til að láta kanna viðskipti VSV við Gordon Trade and Management LLP (GTM) í Bretlandi, sem sé eða hafi verið í […]

VSV býður uppá fría rútuferð á leik KR og ÍBV

VSV býður stuðningsmönnum uppá fría rútuferð á leik KR – ÍBV sem fram fer á sunnudaginn nk. kl 14:00. ÍBV mætir KR á Alvogenvelli, í evrópuslag í 18.umferð Pepsideildarinnar. Með sigri er orðinn raunhæfur möguleiki á því að ÍBV verði aftur í evrópukeppninni á næsta ári. Er því um sannkallaðan úrslitaleik að ræða og þarf liðið því allan […]

„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn. Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu. „Makríllinn er mjög […]