Bræðslumenn VSV til sigurs á golfmóti

Unnar Hólm Ólafsson og Magnús Kristleifur Magnússon urðu sigurvegarar fyrir hönd VSV-bræðslu á golfmóti Golfklúbbs Vestmannaeyja um nýliðna helgi. Alls voru 102 keppendur skráðir til leiks og bræðslumenn léku á 49 punktum. Hjartanlega til hamingju drengir! Á myndinni (sem fengin er af fésbókarsíðu GV) eru frá vinstri: Leifur Jóhannesson, Unnar Hólm, Magnús Kristleifur og Sigursveinn […]

1200 tonn af makríl

„Við erum á heimleið með 1.200 tonn sem náðust í íslenskri lögsögu. Það hefur þurft að hafa talsvert fyrir því að leita að makrílnum og veiða hann á þessari vertíð,“ sagði Sveinn Ásgeirsson yfirstýrimaður á Gullbergi um hádegisbil í dag (1. september). Hann er í þann veginn að ljúka fyrsta túrnum sem skipstjóri á Gullbergi, […]

VSV, Okada Susian og Stefán kynna sjávarafurðir í Japan

Risastór sjávarútvegssýning stendur nú yfir í Tokyo í Japan, sú 24. í röðinni. Þar er að vonum margt um manninn meðal sýnenda og gesta. Vinnslustöðin og Okada Susian, fyrirtækið sem VSV er meðeigandi í, taka að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þá átti aldeilis vel við að sendiherra Íslands í Japan, Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, […]

Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin:  Gullberg „Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Ufsaberg var stofnað 1969 […]

Vinnslustöðin kaupir uppsjávarskipið Garðar frá Noregi

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hefur samþykkt að kaupa H-34-AV Gardar af norsku útgerðarfyrirtæki og bæta þar með við fjórða skipinu í uppsjávarflota sinn. Þar eru fyrir Huginn, Ísleifur og Kap. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is og tilkynnti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri um kaupin í boði með sjómönnum á skipum félagsins  síðdegis í dag. Þar segir: […]

Tímamótatúr hjá Breka

Breki VE kom að landi síðdegis í dag, miðvikudag 8. júní, úr síðustu veiðiferð fyrir sjómannadag. Aflinn var blandaður, 140 tonn af ýsu, karfa, ufsa og fleiri tegundum. Veiðiferðin markaði merkileg tímamót í tvennum skilningi: Ríkarð Magnússon var skipstjóri í fyrsta sinn. Stefán Birgisson yfirstýrimaður lauk 30 ára starfsferli sínum á skipum Vinnslustöðvarinnar. Að sjálfsögðu var tekið […]

Árangri og áföngum fagnað með hnallþórum

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga til lands og sjávar gerðu sér dagamun núna undir lok vikunnar í tilefni góðs gengis í starfseminni og því að náðst hafa ýmsir áfangar sem vert er að fagna. Hnallþórur voru á borð bornar í skipum félagsins og kaffistofum þess og dótturfélaganna. Fögnuðurinn náði alla leið til Portúgals þar sem starfsmenn […]

Vinarkveðja til Eyja frá Slóvenanum Crt

Slóveninn Crt Domnik á afar góðar minningar frá dvöl sinni á Íslandi og í Vestmannaeyjum þar sem hann starfaði í Vinnslustöðinni á árunum 2019 til 2021. Hann fjallar um kynni sín af Íslandi og íslensku samfélagi í ítarlegu viðtali á fréttavefnum Slovenske Novice í Ljubljana í Slóveníu og það á slíkum nótum að Ferðamálaráð Íslands gæti tæpast […]

Þungarokkstrommarinn í Hafnareyri stefnir í húsasmíði

„Ég væri alveg til í að geta lifað á tónlistinni en held að það sé ekki mega-raunsætt í augnablikinu. Þess vegna ætla ég að byrja í fjarnámi í Tækniskólanum í haust og stefni á að útskrifast sem húsasmiður,“ segir Mikael Magnússon, starfsmaður Hafnareyrar og besti trommuleikari Músiktilrauna í ár. Hann er liðsmaður þungarokkssveitarinnar Merkúrs sem […]

VSV-styrkir til náms í skipstjórn og vélstjórn

Vinnslustöðin gekk á dögunum frá styrktarsamningi við Stefán Inga Jónsson, skipverja á Brynjólfi VE, og nema í skipstjórn í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Hann lýkur í vor þriðju önn í skipstjórnarnámi. Stefán Ingi þarf að bæta við sig fjórum önnum til að ljúka fullu námi og það hyggst hann gera. Hann hefur stundað námið samhliða sjómennsku […]