Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn. Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni […]
Huginn á leið til Eyja með fyrstu loðnuna, aðalvél Kap ekki komin í lag

Huginn er lagður af stað af miðunum fyrir norðan land með fyrstu loðnuna til Vestmannaeyja. Skipið er væntanlegt til hafnar seint í kvöld eða í nótt með um 1.800 tonn til bræðslu. Ísleifur er áfram að veiðum norður af Langanesi, kominn með um 1.300 tonn og heldur að líkindum heim á leið í kvöld. Þá […]
Vinnslustöðin orðin eigandi meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Samkeppnisstofnun hefur samþykkt kaup Vinnslustöðvarinnar hf. á 75% hlutafjár í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði. Hólmasker hafði áður keypt allar eignir fiskvinnslufyrirtækisins Stakkholts ehf. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, starfsemin verður eftir sem áður í Hafnarfirði og megináhersla lögð áfram að handflaka ýsu, frysta og selja á markað á austurströnd Bandaríkjanna. […]
Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]
Enginn kórónusmitaður í Vinnslustöðinni

Engin kórónusmit greindust meðal starfsfólks Vinnslustöðvarinnar í PCR-prófunum helgarinnar. Starfsmaður veiktist og ýmislegt benti til kórónuveirunnar. Sá grunur styrktist við jákvæða niðurstöðu í hraðprófi. PCR-próf hjá viðkomandi var hins vegar neikvætt og sama átti við um PCR-próf hjá á annað hundrað öðrum starfsmönnum í fiskvinnslu og á skrifstofu fyrirtækisins. Niðurstaðan var með öðrum orðum blessunarlega […]
Grunur um kóvídsmit í fiskvinnslu VSV

Grunur leikur á að starfsmaður í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar sé veikur af kórónuveirunni en það fæst ekki staðfest fyrr en eftir helgi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð þegar í stað og í dag voru um 100 starfsmenn í fiskvinnslu og á skrifstofu PCR-prófaðir. Niðurstaða prófana er beðið en þeirra er ekki að vænta fyrr en á morgun […]
Sighvatur í slipp fyrir norðan

Þorgeir Baldursson ljósmyndari á Akureyri sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af Sighvati Bjarnasynin VE í Slippnum á Akureyri. Þorgeir heldur úti vefsíðu þar sem hann birtir myndir af bátum af öllum stærðum og gerðum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með […]
Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður […]
Ingigerður vaktar 2,5 tonn af jólasíld og heitir góðum árgangi 2021

Jólahátíð er skammt handan hornsins og henni fylgir ómissandi jólasíld Vinnslustöðvarinnar. Þar á bæ er síldaraðventan þegar gengin í garð, næst kemur jólafastan og loks sjálf jólin. Mikil spenna ríkir hjá núverandi og fyrrverandi starfsfólki og meðal velunnara Vinnslustöðvarinnar yfirleitt vegna hinnar ómissandi síldar. Snemma í desember hefst svo niðurtalning. Þegar jólasíldarvinir fá föturnar sínar […]
Eldur fiskimjölsverksmiðju VSV

Eldur kviknaði í morgun í og við einn af kötlum Fiskimjölsverksmiðju VSV þegar olía sprautaðist þar yfir vegna bilunar í búnaði. Starfsmenn brugðust skjótt við, skrúfuðu fyrir olíuna og náðu að slökkva með dufttækjum á vettvangi. Svartan reyk lagði frá verksmiðjunni og sót barst um stund með vindi yfir hluta bæjarins. „Þarna fór blessunarlega betur […]