�??Við fengum hann aldrei til baka�??
29. október, 2013
KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA
KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA
�??Við fengum hann aldrei til baka,�?? segir Helga Jónsdóttir, móðir Arons Arnórssonar, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum þann 11. október síðastliðinn aðeins 32 ára að aldri. Aron var einn þeirra fjögurra drengja sem �?mar Traustason var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að misnota kynferðislega árið 1993. Aron var aðeins tíu ára þegar �?mar braut gegn honum í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og hann beið þess aldrei bætur að sögn aðstandenda. Hann þróaði með sér geðsjúkdóm á árunum sem fylgdu í kjölfarið á misnotkuninni og festist í viðjum vímuefnafíknar. Líf Arons var mikil þrautaganga þar sem hann glímdi við afleiðingar þess ofbeldis sem hann varð fyrir.
�?mar Traustason var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum fyrir sérlega gróf kynferðisbrot gegn unglingspilti árið 2001, sem var þá 14�??15 ára og átti húsaskjól hjá �?mari. Í dómnum kom meðal annars fram að drengurinn hefði verið vistaður á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans eftir langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu �?mars.
�?að vakti mikla athygli þegar Hæstiréttur Íslands ákvað að snúa við dómi héraðsdóms og sýkna �?mar á fimmtudaginn. Fimm dómarar dæmdu í málinu fyrir Hæstarétti, en aðeins einn þeirra, Ingibjörg Benediktsdóttir, vildi staðfesta dóm héraðsdóms. Í sérákvæði sínu mat hún framburð piltsins trúverðugan, greinargóðan og skýran. Engan misbrest hafi verið að finna í honum. Héraðsdómur hafi metið það á sömu leið og vitnisburður sálfræðings einnig. En meirihluti Hæstaréttar var á öðru máli en Ingibjörg og héraðsdómur. �?mar var því sýknaður og er laus allra mála.
Greinin birtist í heild sinni í DV.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.