Elías Fannar Stefnisson, tónlistarmaður er að gefa út sitt fyrsta lag þessa dagana. Lagið heitir Alone en textinn er á ensku. Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan. Elías Fannar, hefur undanfarin ár verið að koma fram, einn með gítarinn eða við annan mann. Hann segist mikið hlusta á erlenda tónlist og því sé textinn á ensku.