Sagan öll, eins og hún er.

Í þjóðhátíðarblaði Vestmannaeyja 2007 ræðir Árni Johnsen um brotthvarf sitt úr starfi kynnis á Þjóðhátíð á vægast sagt dapurlegan hátt.  Það er ekki óskaverkefni Þjóðhátíðarnefndar rétt fyrir hátíðina að þurfa að svara leirburði af þessu tagi, en hjá því verður ekki komist. Ummælin eru bæði ósönn og ærumeiðandi. Árni reynir líka að afla sér samúðar […]

�?jórsárvirkjanir eru hryðjuverk

Þjórsávirkjanir neðri eru hryðjuverk gegn byggðum landsins! Það er ekki annað hægt en að þakka Stöð 2 fyrir þeirra umfjöllun um þessar áætlanir við Þjórsá .Þeir sýndu vel hvað stendur til að gera þarna. (meira…)

Grímsævintýri um helgina

Grímsævintýri verða á Borg í Grímsnesi þann 11. ágúst n.k. Hátíðin hefst kl. 13:00 með Uppsveitavíkingnum þar sem sterkustu menn landsins takast á. (meira…)

Rjóminn á Þjóðhátíðina

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2007 er komið út. Ágætlega hefur tekist til með efni í blaðið í ár og að vanda skreyta blaðið fjölmargar skemmtilegar myndir sem gleðja munu margan, ritstjóri hefur þó fengið nokkur símtöl útaf blaðinu og hafa nokkrir séð ástæðu til að hringja og kvarta undan því að engar myndir séu af þeim í […]

Tjöldun bönnuð í Herjólfsdal í kvöld vegna veðurs

Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að banna alla tjöldun í Herjólfsdal í kvöld vegna veðurs, síðasta klukkutímann hefur bætt í vind og er gert ráð fyrir því að veðrið gangi niður um hádegi á morgun föstudag.Íþróttamiðstöðin verður opið í nótt til að taka á móti þeim sem vilja gista þar á meðan veðrið gengur yfir. (meira…)

Guðmundur vinalausi Kristjánsson eftirlýstur

Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda (VKB) eru í dag sá þjóðhátíðar hópur sem er með hvað mesta umfangið í tengslum við þjóðhátíðina í eyjum. Bræðrafélagið dreifði í gær í öll hús í Vestmannaeyjum þriðja árgangi af Þroskahefti sem er þjóðhátíðarblað þeirra bræðra. Einnig sjá þeir bræður um Vitann í dalnum sem verður vígður við formlega athöfn […]

Mikið byggt á Flúðum

Ekkert lát er á byggingaframkvæmdum á Flúðum. Í fyrra voru byggð þar 6 einbýlishús og þrjú iðnaðarhús. Nú eru þrjú parhús í byggingu eða eru tilbúin, sex einbýlishús eru í byggingu. Einnig er verið að byggja minni íbúðir á tveimur garðyrkjustöðvum. Þær eru ætlaðar erlendu starfsfólki. (meira…)

Sorpstöðin tryggir starfsemi Kjötmölsverksmiðjunnar

Sorpstöð Suðurlands hefur keypt 40% hlut í kjötmjölsverksmiðjunni í Flóahreppi af Sláturfélagi Suðurlands. Kaupverð liggur ekki fyrir að svo stöddu, að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, framkvæmdastjóra Sorpstöðvarinnar. (meira…)

Lokaundirbúningur �?jóðhátíðar í fullum gangi

Mikill fjöldi gesta er mættur til Eyja á Þjóðhátíðina. Í dag er veður eins og best verður á kosið, heiðskírt og 16 stiga hiti. Fólk er því léttklætt í bænum í dag og mjög líflegt á götunum. Eftir hádegi í dag fóru Eyjamenn að koma fyrir sínum hústjöldum og mikil traffik og hasar í Dalnum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.