Mikill fjöldi gesta er mættur til Eyja á Þjóðhátíðina. Í dag er veður eins og best verður á kosið, heiðskírt og 16 stiga hiti. Fólk er því léttklætt í bænum í dag og mjög líflegt á götunum. Eftir hádegi í dag fóru Eyjamenn að koma fyrir sínum hústjöldum og mikil traffik og hasar í Dalnum samkvæmt venju. Vestmannaeyingar eru fastheldnir á allar hefðir tengdar þjóðhátíð og þar á meðal er staðsetning tjalda þeirra. Það er því eins gott að setja ekki sitt tjald niður í annarra manna pláss. Það gæti kallað á vandamál.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst