Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]
Laxey: 4 milljarða króna hlutafjáraukning

Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, hefur lokið seinni hluta hlutafjárútboðs vegna uppbyggingar á öðrum áfanga af sex, með aukningu upp á um 4 milljarða króna. Alls hefur félagið þannig aukið hlutafé um 9 milljarða króna á árinu, en um helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum fjárfestum. Vegna mikillar eftirspurnar frá […]
Klara Einars á Þjóðhátíð

Klara Einars sendi frá sér nýtt lag í síðustu viku “Ef þú þorir” og í morgun var það tilkynnt á hún verður á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Á síðustu rúmlega tveimur árum hefur hún sent frá sér átta lög bæði ein og í samvinnu við aðra og í sumar verður hún á fleygiferð […]
Aukatónleikar vegna mikillar eftirspurnar

Einungis örfáir miðar eru eftir á gosloka tónleikana „Úr klassik í popp“ á fimmtudagskvöldinu 3. júli. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákeðið að halda aukatónleika föstudaginn 4. júlí kl. 18:00. Flutt verða sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk tónskáldanna Bach, Beethoven, Tchaikovsky, Brahms, Mozart o. fl. o. fl. Lög eins og Whiter Shade of […]
Svar við bréfi Stjána

Kæri Stjáni Takk fyrir þetta opna bréf. Það er gott að vita af því að aðstandendur þeirra sem eru á Hraunbúum sem er rekið af HSU séu vakandi fyrir aðstæðum og aðbúnaði sinna nánustu. Þú hefu vakið máls á þessu við tæknideildina hjá okkur og málið er í vinnslu þar. Við viljum öll að aðbúnaður […]
Endurvaldi tölurnar og endaði með milljónir!

Þriðjudaginn 17. júní, á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga, hlaut heppinn Íslendingur glæsilegan vinning í EuroJackpot – rúmar 35 milljónir króna! Í tilkynningu frá Getspá segir að vinningshafinn, sem er kona, hafi keypt sjálfvalsmiða í gegnum Lottóappið og ákvað að hreinsa út tölurnar sem komu fyrst upp og fá nýjar í staðinn. Sú ákvörðun reyndist sannarlega skynsöm […]
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún […]
Ný skipan í forystu SFS

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna. Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari […]
Vísa ásökunum á bug

Atvinnuvegaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fiskistofa hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu vegna ásakana sem atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur sætt undanfarið í tengslum við breytingu á lögum um veiðigjöld. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Við undirbúning og gerð frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld var haft samráð […]
Hægir á matvöruhækkunum í júní

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58% í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5%. Er þetta fjórða mánuðinn í röð sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6% árshækkun á matvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir jafnframt að megindrifkraftar verðhækkana í maí […]