Verðum að taka skilaboð Rússa alvarlega

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ræddu samskipti ríkjanna við Rússland, Georgíu og Úkraínu á kvöldverðarfundi sínum í gær. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að um óformlegar umræður hafi verið að ræða en að sérlega fróðlegt hafi verið að heyra viðhorf þessara manna til þeirrar þróunar sem sé að eiga sér stað í Rússlandi. (meira…)

Sveitarfélagið selur fjölda fasteigna

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að selja fasteignirnar að Hafnargötu 10 á Stokkseyri og að Austurvegi 36 á Selfossi. Einnig hafa tvær kennslustofur á lóð Sandvíkurskóla verið seldar til brottflutnings. (meira…)

Opinn fundur með Bjarna Harðar

Framsóknarfélag Vestmannaeyja heldur opinn fund um byggða- og samgöngumál í Framsóknarhúsinu við Kirkjuveg, 30. október klukkan 20.00. Gestur fundarins er þingmaðurinn skeleggi Bjarni Harðarson. (meira…)

Hermann eins og gíraffi

David Miller, blaðamaður hjá The Daily Telegraph, segir að Hermann Hreiðarsson líkist helst gíraffa inn á vellinum. Miller skrifaði um leik Portsmouth og West Ham um helgina en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Hermann og Craig Bellamy háðu margar rimmur í fyrri hálfleik og segir Miller eftirfarandi um þau samskipti: (meira…)

Lykilleikur í kvöld hjá ÍBV

Í kvöld, klukkan 20.00 tekur ÍBV á móti Akureyri í N1-deild karla. Eyjamenn hafa ekki farið vel af stað í vetur, hafa tapað öllum sex leikjum sínum og sitja eins og er í áttunda og neðsta sæti með ekkert stig. Sæti ofar eru hins vegar Akureyringar sem byrjuðu tímabilið á sigri gegn Aftureldingu en hafa […]

Lögfræðingur þekktra glæpamanna segist hafa búið í Vestmannaeyjum.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var viðtal við Giovanni di Stefano en hann er umdeildur lögfræðingur í Bretlandi og varði hann m.a. Slobodan Milosevits, fjöldamorðingjann Harold Shipman og Sadam Hussein. Ástæðan fyrir viðtali Stöðvar 2 við Di Stefano í gærkvöldi er að hann er lögfræðingur íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi í Bretlandi fyrir að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.