Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var viðtal við Giovanni di Stefano en hann er umdeildur lögfræðingur í Bretlandi og varði hann m.a. Slobodan Milosevits, fjöldamorðingjann Harold Shipman og Sadam Hussein.
Ástæðan fyrir viðtali Stöðvar 2 við Di Stefano í gærkvöldi er að hann er lögfræðingur íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi í Bretlandi fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr meðlimi Bresku konungsfjölskyldunnar.
Í viðtalinu við Stöð 2 sagði Di Stefano einnig hafa tengsl við Ísland og segir hafa búið í Vestmannaeyjum.
En hver er þessi maður sem segist vera eyjapeyi?
Giovanni di Stefano er fæddur á Ítalíu 1955 en fluttist til Bretlands sex ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið lögfræðingur helstu glæpamanna síðari ára og er hann þekktur fyrir mikla hörku. Hann er m.a. þekktur fyrir ummæli sín að hann myndi taka að sér að verja Adolf Hitler og Satan sjálfan.
Tengsl við ÍBV
Líklegasta ástæða þess að di Stefano segist hafa haldið heimili í Vestmannaeyjum er sú að hann var í samstarfi við Zeljko Raznatovic sem er einnig þekkur sem Arkan. Þeir tvær eignuðust knattspyrnuliðið FC Obilic en það lið lék á móti ÍBV í Evrópukeppni meistaraliða 1998.
Ekki er vitað til þess að þegar FC Olilic kom til Vestmannaeyja að eigendur liðsins hafi fjárfest í fasteign í Vestmannaeyjum eða hvort Di Stefano hafi verið með í för. Í viðtalinu segir hann einnig að hann hafi íslenskan bankareikning og það væri þá aldrei að Di Stefano væri viðskiptavinur hjá Sparisjóði Vestmannaeyja eða útibúi Glitnis í Vestmannaeyjum?
Í gagnasafni Morgunblaðsins er að finna viðtal við Jóhannes Ólafsson núverandi yfirlögregluþjón og fyrrverandi formann knattspyrnuráðs ÍBV en í viðtalinu segir m.a.
“Ferð ÍBV til Serbíu var nokkuð gagnrýnd á sínum tíma vegna tengsla Arkans við Obilic, og jafnframt komu í kjölfarið fréttir af því að Jóhannes hafi verið mikill félagi Arkans í ferðinni. Jóhannes segir að þær fregnir hafi verið alrangar, samskipti þeirra hafi verið lítil, og aðeins þau sem eðlileg væru í slíkri heimsókn.” Birtist 15.1.2000
Einnig spilaði fyrrverandi leikmaður ÍBV Alexander Ilic með liði FC Obilic áður en hann lék með ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst