Í kvöld, klukkan 20.00 tekur ÍBV á móti Akureyri í N1-deild karla. Eyjamenn hafa ekki farið vel af stað í vetur, hafa tapað öllum sex leikjum sínum og sitja eins og er í áttunda og neðsta sæti með ekkert stig. Sæti ofar eru hins vegar Akureyringar sem byrjuðu tímabilið á sigri gegn Aftureldingu en hafa síðan tapað fimm leikjum. Ef Eyjamenn ætla sér að eiga möguleika á að halda sæti sínu þá kemur ekkert annað en sigur til greina í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst