Veiðigjald útgerðarinnar lækkað

Útgerðin sparar 300 milljónir króna með lækkun veiðigjalds á yfirstandandi fiskveiðiári, samkvæmt tillögu meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Nefndin leggur til að veiðigjald á aðrar tegundir en þorsk verði lækkað á sama tíma og veiðigjald á þorsk er fellt niður. (meira…)
�?rskurðaður í síbrotagæslu

Maðurinn sem handtekinn var á innbrotsvettvangi í Ísakoti, ofan Búrfellsvirkjunar þann 29. nóvember sl. hefur nú verið ákærður fyrir tíu brot, nytjastuld, þjófnað, húsbrot og hylmingu. Ákæran var þingfest í dag og játaði maðurinn brot sín. Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt til 4. janúar nk. en þó ekki lengur en fram að því að dómur […]
Einn handtekinn í kvöld vegna brunans í Fiskiðjunni

Lögregla sendi frá sér tilkynningu nú undir kvöld vegna brunans í Fiskiðjunni. Þar kemur fram að lögregla hafi handtekið einn mann nú undir kvöldið sem lögregla telur hafa verið í húsinu stuttu fyrir brunann. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og hefur sumum verið haldið á lögreglustöðinni í allan dag. Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér […]
Handtekinn vegna bruna í Fiskiðjunni

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók nú undir kvöld mann sem talinn er hafa verið í gamla Fiskiðjuhúsinu við Ægisgötu skömmu áður en eldur kom þar upp í nótt. Skýrsla verður tekin af honum í kvöld vegna málsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að hún hafi í dag yfirheyrt um tíu unga menn í tengslum við […]
Margir yfirheyrðir vegna brunans í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur í dag yfirheyrt hátt í tíu unga menn vegna brunans í gömlu Fiskiðjunni í nótt. Talið er að kveikt hafi verið í, þótt ekki sé það óyggjandi, en enginn ákveðinn liggur undir grun um verknaðinn. Tilkynning um eldinn barst á fjórða tímanum í nótt. Allir sem lögreglan hefur haft í haldi […]
Jólapartý Minniboltans

Á morgun laugardag, er glæsilegt jólapartý hjá Minniboltanum. Verður farið í ýmsa skotleiki eins og troðslu, víta og 3ja stiga keppni sem og hörku þrautakeppni verður í gangi. Einnig verður farið í stingerkeppni og verða flott verðlaun fyrir hinar og þessar þrautir. Dregið verður í happdrætti og einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu mætingarnar það […]
Jólaball fyrir stóru krakkana

Á morgun, laugardagskvöld, verður hljómsveitin OFL með ball á Draugabarnum á Stokkseyri. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem hljómsveitin kemur saman í upprunalegri mynd. „Þetta er jólaball fyrir stóru krakkana,” segir Helgi Valur Ásgeirsson, gítarleikari hljómsveitarinnar. (meira…)
Fjórir í haldi vegna brunans í Fiskiðjunni
Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fjóra karlmenn sem grunaðir eru um að hafa kveikt í gömlu Fiskiðjunni í nótt. Um er að ræða fjóra karlmenn um tvítugt. Skýrsla verður tekin af þeim síðar í dag. (meira…)
Vestmannaeyjar sleppa við mesta óveðrið
Svo virðist sem Vestmannaeyjar ætli að sleppa við mesta óveðrið en mikið óveður er nú frá Suðurnesjum og vestur eftir landinu. Ekkert ferðaveður er í dag en báðum ferðum Herjólfs hefur verið frestað. Klukkan 10 í morgun mældist vindur 11 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjabæ samkvæmt Textavarpinu en meðalvindur á Stórhöfða er nú 31 metri. […]
Fjórir í haldi grunaðir um íkveikju

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fjóra karlmenn sem grunaðir eru um að hafa kveikt í gömlu Fiskiðjunni í nótt. Um er að ræða fjóra karlmenn um tvítugt. Skýrsla verður tekin af þeim síðar í dag. Tilkynning um að eldur væri laus á annarri hæð í gamla frystihúsinu barst slökkviliði um kl. 3:30 í nótt. Slökkviliðsmenn voru […]