Svo virðist sem Vestmannaeyjar ætli að sleppa við mesta óveðrið en mikið óveður er nú frá Suðurnesjum og vestur eftir landinu. Ekkert ferðaveður er í dag en báðum ferðum Herjólfs hefur verið frestað. Klukkan 10 í morgun mældist vindur 11 metrar á sekúndu í Vestmannaeyjabæ samkvæmt Textavarpinu en meðalvindur á Stórhöfða er nú 31 metri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst