Gleðilegt ár

Eigendur www.eyjar.net óskar eyjamönnum nær og fjær gleðilegs árs og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Á næsta ári höldum við áfram uppbyggingu á eyjar.net og geta notendur gert ráð fyrir breytingum á næstu vikum á eyjar.net. Frá því að 24seven tók við rekstri eyjar.net hefur vefurinn stækkað og dafnað og er […]

Kærður fyrir akstur um borð í skipi

Lögreglan á Selfossi kærði ökumann um borð í Herjólfi í liðinni viku en maðurinn var að hagræða bifreið sinni í stæði um borð í skipinu. Reyndist maðurinn vera ökuréttindalaus en hann hafði verið sviptur ökuleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þetta í fyrsta skipti sem lögreglan á Selfossi kærir ökumann fyrir að aka bifreið sviptur […]

Fjölmenni í styrktarhlaupi Krabbameinssjúkra

Í morgun fór fram styrktarhlaup Krabbameinssjúkra en hlaupið var frá Stórhöfð og niður í Friðarhöfn þar sem hlauparanna beið veisla hjá Grími Kokki. Þrátt fyrir leiðindaveður og erfiða færð var þátttakan frábær en um 70 manns tóku þátt í hlaupinu, hlupu eða gengu leiðina niður í bæ. Þátttakendur greiddu 1500 krónur sem rennur óskert til […]

Helgafell best skreytta húsið í Vestmannaeyjum

Í dag afhenti Lions í Vestmannaeyjum og Hitaveita Suðurnesja viðurkenningu fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna í Vestmannaeyjum. Þetta er í áttunda sinn sem þessi verðlaun eru veitt en best skreytta húsið að þessu sinni er Helgafell, sem stendur í hlíðum samnefnds fjalls. Þá var Bárustígur valin best skreytta gatan. (meira…)

Áramótaballið færist í Kiwanishúsið

Hinn árlegi áramótadansleikur, sem hljómsveitin Dans á Rósum stendur fyrir hefur verið færður úr Höllinni og í Kiwanishúsið. Ekki fékkst leyfi fyrir ballinu í Höllinni en reynt var fram á síðustu stundu og fékkst lokasvar nú rétt fyrir hádegi. Miðaverð á ballið í Kiwanis er aðeins 2000 kr., húsið opnar klukkan tvö eftir miðnætti og […]

Góð veðurspá fyrir kvöldið

Samkvæmt veðurnetmiðlum er spá fyrir gamlárskvöld góð en gert er ráð fyrir suðaustan átt og úrkomulausu veðri í kvöld. Brenna verður við Hásteinsvöll í dag klukkan 17:00 og munu félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja sjá um flugeldasýninguna. (meira…)

Miðnæturbomban innkölluð

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur innkallað flugeld sem kallaður er Miðnæturbomban þar sem vart hefur orðið við galla í slíkum flugeldum. Miðnæturbomban er stór flugeldur sem hefur verið seldur fyrir þessi áramót á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Er fólk sem hefur slíka flugelda undir höndum beðið um að skila þeim á sölustaði björgunarsveitanna. (meira…)

Búnaður fyrir 38 milljónir

Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum fékk góðar gjafir í fyrradag þegar velunnarar gáfu sjúkrarúm og tæki að andvirði um 38 milljóna króna. Athafnamaðurinn Bjarni Sighvatsson hafði veg og vanda að gjöfinni, en hann gekk á fund fyrirtækja og fékk þau í lið með sér við að styrkja spítalann. Auk þess kom kvenfélagið Líkn að gjöfinni, en félagskonur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.