Guðrún tekur við formennsku Samfylkingarfélags Vestmannaeyja

Á nýloknum stjórnarfundi Samfylkingarfélags Vestmannaeyja var Guðrún Erlingsdóttir kosin formaður félagsins í stað Björns Elíassonar. Samfylkingarfélag Vestmannaeyja hefur starfsemi árið 2008 með félagsfundi sunnudaginn 13. janúar í Höllinni kl. 18.30 -19.45. Kristján Möller, Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson mæta til skrafs og ráðagerða við félagsmenn. Boðið verður uppá humarsúpu að hætti Gríms kokks. (meira…)
Frjálslyndir funda í kvöld

Frjálslyndi flokkurinn heldur opinn fund á Kaffi Kró í kvöld, fimmtudag en fundurinn hefst klukkan 20.00. Á fundinn mæta Grétar Mar Jónsson, alþingismaður, Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins og Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Kvenfélags Frjálslyndaflokksins. (meira…)