Minningunni um upphaf eldgossins sýndur mikill sómi í kvöld

Glæsilegri Þakkargjörðarhátíð er nú að ljúka með stuttri helgistund í Landakirkju en óhætt er að segja að kvöldið hafi verið einstaklega vel heppnað, þó svo að vetur konungur hafi minnt aðeins of mikið á sig með mikilli snjókomu. Þakkargjörðarhátíðin hófst með blysför sem hátt í tvö þúsund manns tóku þátt í, ungir sem aldnir en […]

Hass í húsi

Húsleit var gerð í Hveragerði aðfaranótt föstudags vegna gruns um fíkniefnamisferli húsráðanda. Við leitina fannst lítilræði af hassi. Einn maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var síðan yfirheyrður vegna þessa máls og annarra sem lágu fyrir. (meira…)

Tvö gistiheimili á borði skipulagsnefndar

Tvær umsóknir um starfsemi gistiheimila í Þorlákshöfn voru á borði Skipulags- og byggingarnefndar Ölfuss á síðasta fundi. Stefán Jónsson hyggst opna gistiheimili að Unubakka 4 og Laufskálar ehf. hafa fest kaup á Reykjabraut 2, þar sem Póstur og sími var áður til húsa. Þar verður opnaður veitingastaður með gistiheimili á efri hæðinni. Ekkert gistiheimili er […]

Tölvulistinn opnar verslun

Tölvulistinn opnar í dag, fimmtudag, verslun að Austurvegi 34 á Selfossi, þar sem hárgreiðslustofan Krítík var áður til húsa. Þetta er áttunda Tölvulistaverslunin á landinu og segir Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri, að hann hafi beðið lengi eftir hentugu húsnæði til þess að opna á Selfossi. (meira…)

Milljarða verkefni í Hveragerði

Hveragerðisbær hefur gert samkomulag við Dulheima ehf. vegna uppbyggingu skemmti- og fræðslugarðsins Auga Óðins. Garðinum er ætlað svæði inni í dal, í norðurhlíðum Hamarsins á nokkur þúsund fermetra lóð. Þar er fyrirhugað að forn heimsmynd ásatrúarinnar verði gerð ljóslifandi með nútímatækni. Kostnaðurinn við verkefnið er ekki gefinn upp en Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Dulheima ehf., segir […]

Nýbyggingin opnuð í dag

Fyrsti áfangi nýbyggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi verður formlega opnaður í dag. Starfsemi í nýbyggingunni er ekki hafin en á næstu dögum mun móttaka og símavarsla flytjast í anddyri byggingarinnar. (meira…)

Unglingar í innbrotaleiðangri

Þrír unglingspiltar voru handteknir í Hveragerði um síðustu helgi vegna gruns um nokkur innbrot í bænum. Þeir játuðu brot sín, m.a. innbrot í grunnskólann og Eden. (meira…)

Fjölbrautaskóli Suðurlands í lykilhlutverki við menntun íslenskra fanga

Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í maí 2006 til að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra. Nefndin leggur til að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi gegni áfram lykilhlutverki í menntun fanga á Litla-Hrauni og að skólanum verði einnig falið það hlutverk að sjá til þess að […]

Frekari uppbygging á Litla Hrauni

Í síðustu viku birtist í þessu blaði áskorun og þakkir til undirritaðs og fleiri sem hafa látið sig málefni fangelsisins á Litla Hrauni varða. Ég þakka þær kveðjur og hvatningu. Það hefur verið ánægjulegt að verða vitni að þeirri alúð og metnaði sem starfsmenn á Litla Hrauni sýna starfseminni þar. Það er jafnframt ánægjulegt að […]

Ágústa og �?órhildur á alþjóðlegu móti

Ágústa Tryggvadóttir og Þórhildur Helga Guðjónsdóttir, Umf. Selfoss, voru meðal keppenda á ‘Reykjavík International’, alþjóðlegu boðsmóti í Frjálsíþróttahöllinni í Reyjavík um siðustu helgi. Þangað var boðið nokkrum erlendum keppendum og öllu besta frjálsíþróttafólki landsins. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.