Minningunni um upphaf eldgossins sýndur mikill sómi í kvöld

Glæsilegri Þakkargjörðarhátíð er nú að ljúka með stuttri helgistund í Landakirkju en óhætt er að segja að kvöldið hafi verið einstaklega vel heppnað, þó svo að vetur konungur hafi minnt aðeins of mikið á sig með mikilli snjókomu. Þakkargjörðarhátíðin hófst með blysför sem hátt í tvö þúsund manns tóku þátt í, ungir sem aldnir en […]
Hass í húsi
Húsleit var gerð í Hveragerði aðfaranótt föstudags vegna gruns um fíkniefnamisferli húsráðanda. Við leitina fannst lítilræði af hassi. Einn maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann var síðan yfirheyrður vegna þessa máls og annarra sem lágu fyrir. (meira…)
Tvö gistiheimili á borði skipulagsnefndar
Tvær umsóknir um starfsemi gistiheimila í Þorlákshöfn voru á borði Skipulags- og byggingarnefndar Ölfuss á síðasta fundi. Stefán Jónsson hyggst opna gistiheimili að Unubakka 4 og Laufskálar ehf. hafa fest kaup á Reykjabraut 2, þar sem Póstur og sími var áður til húsa. Þar verður opnaður veitingastaður með gistiheimili á efri hæðinni. Ekkert gistiheimili er […]
Tölvulistinn opnar verslun

Tölvulistinn opnar í dag, fimmtudag, verslun að Austurvegi 34 á Selfossi, þar sem hárgreiðslustofan Krítík var áður til húsa. Þetta er áttunda Tölvulistaverslunin á landinu og segir Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri, að hann hafi beðið lengi eftir hentugu húsnæði til þess að opna á Selfossi. (meira…)
Milljarða verkefni í Hveragerði
Hveragerðisbær hefur gert samkomulag við Dulheima ehf. vegna uppbyggingu skemmti- og fræðslugarðsins Auga Óðins. Garðinum er ætlað svæði inni í dal, í norðurhlíðum Hamarsins á nokkur þúsund fermetra lóð. Þar er fyrirhugað að forn heimsmynd ásatrúarinnar verði gerð ljóslifandi með nútímatækni. Kostnaðurinn við verkefnið er ekki gefinn upp en Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Dulheima ehf., segir […]
Nýbyggingin opnuð í dag
Fyrsti áfangi nýbyggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi verður formlega opnaður í dag. Starfsemi í nýbyggingunni er ekki hafin en á næstu dögum mun móttaka og símavarsla flytjast í anddyri byggingarinnar. (meira…)
Unglingar í innbrotaleiðangri
Þrír unglingspiltar voru handteknir í Hveragerði um síðustu helgi vegna gruns um nokkur innbrot í bænum. Þeir játuðu brot sín, m.a. innbrot í grunnskólann og Eden. (meira…)
Fjölbrautaskóli Suðurlands í lykilhlutverki við menntun íslenskra fanga

Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í maí 2006 til að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra. Nefndin leggur til að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi gegni áfram lykilhlutverki í menntun fanga á Litla-Hrauni og að skólanum verði einnig falið það hlutverk að sjá til þess að […]
Frekari uppbygging á Litla Hrauni

Í síðustu viku birtist í þessu blaði áskorun og þakkir til undirritaðs og fleiri sem hafa látið sig málefni fangelsisins á Litla Hrauni varða. Ég þakka þær kveðjur og hvatningu. Það hefur verið ánægjulegt að verða vitni að þeirri alúð og metnaði sem starfsmenn á Litla Hrauni sýna starfseminni þar. Það er jafnframt ánægjulegt að […]
Ágústa og �?órhildur á alþjóðlegu móti
Ágústa Tryggvadóttir og Þórhildur Helga Guðjónsdóttir, Umf. Selfoss, voru meðal keppenda á ‘Reykjavík International’, alþjóðlegu boðsmóti í Frjálsíþróttahöllinni í Reyjavík um siðustu helgi. Þangað var boðið nokkrum erlendum keppendum og öllu besta frjálsíþróttafólki landsins. (meira…)