Í síðustu viku birtist í þessu blaði áskorun og þakkir til undirritaðs og fleiri sem hafa látið sig málefni fangelsisins á Litla Hrauni varða. Ég þakka þær kveðjur og hvatningu. Það hefur verið ánægjulegt að verða vitni að þeirri alúð og metnaði sem starfsmenn á Litla Hrauni sýna starfseminni þar. Það er jafnframt ánægjulegt að geta með einhverju móti orðið að liði til að bæta áfram aðbúnað bæði starfsmanna og fanga í þessu stærsta fangelsi landsins. Áform eru um verulegar endurbætur á húsakosti þar sem gera mun starfsemi fangelsisins fjölbreyttari og skilvirkari. Ákvörðun liggur einnig fyrir að reisa sérstakt móttökuhús sem lið í fyrsta áfanga frekari breytinga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst