ALFA-námskeið í Selfosskirkju

Á næstunni er fyrirhugað að halda svonefnt ALFA-námskeið í Selfosskirkju. Námskeiðið verður kynnt á sérstökum fundi, sem haldinn verður í safnaðarheimil Selfosskirkju þriðjudaginn 5. febrúar næstkomandi og hefst hann kl. 19:30. (meira…)

Lifandi kór í aldarfjórðung !

Í febrúar næstkomandi verða liðin 25 ár frá því að kór var stofnaður við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Fáir kórar við framhaldsskóla hafa náð svo háum aldri því framhaldsskólakórum hættir til að lognast útaf annað slagið. En kór FSu hefur aldrei lagst í dvala eða gefið upp öndina! Raunar er bara vitað um einn framhaldsskólakór […]

Dæmdir fyrir dekkjastuld

Héraðsdómur Suðurlands fann í vikunni fimm karlmenn á aldrinum 17 til 21 árs seka um að stela dekkjum á felgum af bíl, sem stóð á Bílasölu Selfoss í júlí í fyrra. Tveir mannanna voru dæmdir til að greiða sekt fyrir brotið en refsingu þriggja var frestað. (meira…)

Blómlegt starf og fjölmargt framundan

Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum heldur aðalfund sinn laugardaginn 2. febrúar nk. kl. 17 í Bókasafninu. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en auk þess verður horft til framtíðar og næstu skref í starfi félagsins ákveðin. (meira…)

Engin loðna hefur fundist í tvær vikur

Þrjú fiskiskip og eitt hafrannsóknaskip eru að leita að loðnu austur af landinu en engin afli hefur fengist í rúmar tvær vikur. Togarasjómenn hafa heldur ekki séð neinar vísbendingar um loðnu, en í venjulegu árferði ætti veiðin að vera komin í fullan gang. Þar sem hafrannsóknaskipið hefur ekkert fundið, er ekki enn grundvöllur til að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.