Í febrúar næstkomandi verða liðin 25 ár frá því að kór var stofnaður við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Fáir kórar við framhaldsskóla hafa náð svo háum aldri því framhaldsskólakórum hættir til að lognast útaf annað slagið. En kór FSu hefur aldrei lagst í dvala eða gefið upp öndina! Raunar er bara vitað um einn framhaldsskólakór á Íslandi með lengri óslitinn starfsaldur. Um 500 manns hafa sungið í kórnum á þessum 25 árum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst