Ekkert ákveðið með hrefnukvótann
Sjávarútvegsráðherra hefur ekki ákveðið hversu margar hrefnur megi veiða hér við land á þessu ári. Hrefnuveiðimenn kalla eftir ákvörðun ráðherrans sem allra fyrst en þeir vilja fá að veiða 100 dýr. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir ljóst að markaður sé fyrir hrefnuafurðir hér á landi og að hrefnustofninn þoli talsverðar veiðar. Stjórnvöld hljóti því að […]
Selfoss-strákarnir unnu þrjár af fjórum deildum
Nú um helgina fór fram fjölmennasta íþróttamót á Selfossi á þessu ári, þegar Landsbankamótið í handbolta fór fram á Selfossi. Um 600 keppendur mættu til leiks, 62 lið lið tóku þátt og leiknir voru 140 leikir á þremur dögum. Mótið tókst með afburðum vel, allar tímasetningar stóðust og fjölmargir sjálfboðaliðar unnu frábært starf á mótinu. […]
Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta launafólks
Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með afgerandi hætti í öllum félögum, en talning atkvæða lauk í gær, að því er fram kemur í frétt á vef Starfsgreinasambandsins. (meira…)
Lélegt ástand á reiðleið með Gaulverjabæjarvegi
Á síðasta fundi í hreppsnefnd Flóahrepps var lagður fram tölvupóstur frá Sigríði Harðardóttur dags. 8. febrúar 2008 með fyrirspurn um hvort breyta megi staðsetningu gáma við Félagslund. Einnig er bent á lélegt ástand reiðvega í sveitarfélaginu, t.d. reiðleið með Gaulverjabæjarvegi. (meira…)
Margrét Lára með tvö í 3:0 sigri á Portúgal

Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttamaður ársins, var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu þegar liðið lék gegn Portúgal í dag á sterku móti í Portúgal. Íslenska liðið vann 3:0 og gerði Margrét fyrstu tvö mörk leiksins. Þá bar hún fyrirliðabandið í 40 mínútur eftir að Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslands fór af leikvelli í upphafi síðari […]
�?rír teknir fyrir ölvunarakstur

Öllu rólegra var hjá lögreglunni í vikunni sem leið en undanfarnar vikur. Nokkur erill var þó fyrri hluta vikunnar vegna ófærðar þar sem ekki var búið að riðja allar götur fyrr en líða tók á vikuna. (meira…)
Hljómsveitin NilFisk fimm ára í dag
Hljómsveitin NilFisk frá Eyrarbakka og Stokkseyri hefur ákveðið að leggja upp laupana. Einsog staðan er núna hefur hún verið óvirk í þónokkurn tíma og hafa meðlimir hennar þess vegna ákveðið að leggja sveitina á hilluna og snúa sér að öðrum meira krefjandi verkefnum. Allt er þetta í hinu mesta bróðerni og félagarnir kveðja klökkir en […]
Stanslaus hrognavinnsla í Eyjum

Löndun og verkun loðnuhrogna gengur vel í Vestmannaeyjum þessa dagana en farið er að líða á lokasprettinn á loðnuvertíðinni. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn hjá Ísfélaginu í Vestamannaeyjum, en verkun gengur hægar með hrogn því tímafrekara er að flokka og kreista hrognin. (meira…)
leg til þess þar sem hún bjargaði nú vertíðinni

afhenti Línu bréfið frá Friðriki en þar segir að séð verði til þess að hún gangi ekki svöng til hvílu og fái að snæða það sem hún telji að hjálpi henni helst til að ná fullum afköstum í draumum sínum. „Ég er alveg klumsa (meira…)
Sigurvegarar frá félagsmiðstöðinni Zelsíuz í Árborg
150 unglingar fóru frá félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Samfés hátíðina um helgina sem leið. Ferðin gekk að mestu mjög vel og voru unglingarnir sáttir með að hátíðinni lokinni. Sérstaklega var hópurinn ánægður með frammistöðu keppenda okkar þeirra Helgu Maríu Ragnarsdóttur, Jóhönnu Ómarsdóttur og Kristins Bergsteinssonar en þau fluttu lagið You” sem var frumsamið lag eftir Helgu […]